Lokaður vefur fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp

19. feb. 2008

Gert hefur verið nýtt og betrumbætt vefsvæði fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp. Viðmótið á vefnum er persónulegra en áður og geta leiðbeinendur uppfært persónulegar upplýsingar og fengið aðgang að ferilskrá sinni hvað varðar námskeið sem þeir hafa kennt og sótt, allt frá árinu 2000, að því tilskyldu að námskeiðin hafi verið skráð í gagnagrunn Rauða krossins.
 
Tilgangurinn með nýja vefsvæðinu er fyrst og fremst sá að auðvelda leiðbeinendum aðgang að nauðsynlegum upplýsinum og bæta þannig þjónustuna við þá. Einungis leiðbeinendur í skyndihjálp sem eru með gild réttindi geta fengið aðgang að svæðinu.