Vinningshafar í opnunarleik leiðbeinendavefjar

3. mar. 2008

Í tilefni af opnun vefsvæðis fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp var efnt til opnunarleiks þar sem rýna þurfti í vefinn og leita að hlut. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstóri inanlandssviðs Rauða krossins dró út nöfn þriggja þátttakenda sem unnu hina stórgóðu skyndihjálpartösku félagsins.

Nöfn eftirtalinna leiðbeinenda komu upp úr hattinum: Guðrún Jóhannsdóttir frá Sauðárkróki, Laufey Gissurardóttir frá Grindavík og Ólafur Ingi Grettisson frá Reykjavík. Töskurnar verða sendar í pósti til vinningshafanna.

Lokað vefsvæði fyrir leiðbeinendur er ætlað að auðvelda þeim aðgang að nauðsynlegum upplýsingum og bæta þannig þjónustuna. Einungis leiðbeinendur í skyndihjálp sem eru með gild réttindi eru með aðgang að svæðinu.