Námskeiðin Börn og umhverfi standa yfir

21. apr. 2008

Deildir Rauða krossins standa fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Á námskeiðinu, sem er 16 kennslustundir, er farið í ýmislegt er varðar umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.

Fjallað er um algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Frekari upplýsingar um námskeiðin eru hér á vefsíðunni undir liðnum á döfinni.