Skyndihjálparhópur á Norðurlandi æfa rétt viðbrögð

28. apr. 2008

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman á Narfastöðum um síðustu helgi til æfinga og ekki síður til að hrista hópinn saman.

Samveran byrjaði með ratleik úti við þar sem þátttakendum var skipt í þrjú lið sem kepptu sín á milli og spreyttu sig á ýmsum þrautum. Daginn eftir var tekið til við að leysa skyndihjálpartilfelli.

Húsráðandi á Narfastöðum, Unnsteinn Ingason, er einn liðsmaður skyndihjálparhópsins. Hann sá til þess að kvöldverður var ríkulega framreiddur enda fólk orðið hungrað eftir erfiðan ratleik. Þess má einnig geta að kostnaður af dvölinni var í lágmarki.

Fleira var sér til gamans gert um kvöldið og reyndi þá meira á annars konar hæfni en í skyndihjálp, svo sem leiklistarhæfileika, hæfni í sudokulausnum og sjónarhornsæfingar.

Leikendur í sögunni af Rauðhettu og úlfinum.