Sjónvarpsþáttaröð um sálrænan stuðning

17. feb. 2009

Rauði krossinn hefur framleitt þrjá stutta fræðsluþætti um sálrænan stuðning í kjölfar efnahagskreppunnar undir yfirheitinu Þegar á reynir. Fyrsti þátturinn var sýndur í Ríkissjónvarpinu á fimmtudaginn en seinni tveir verða á dagskrá næstkomandi tvo fimmtudaga um klukkan 21:00.
 
Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur Rauða krossins og verkefnisstjóri í sálrænum stuðningi, hefur umsjón með þáttunum. Jóhann leitast við að skýra út hvaða áhrif kreppan hefur á líðan fólks. Er þessi fræðsluþáttaröð hluti af viðbrögðum Rauða krossins í kjölfar efnahagsþrenginganna. Þættirnir eru vistaðir á myndbandasíðu Rauða kross Íslands á YouTube.