Leitin að skyndihjálparmanni ársins 2011 - Viðtal í Síðdegisútvarpi Rásar 2

13. jan. 2012

Nú leitar Rauði krossinn að Skyndihjálparmanni ársins 2011 en það er einstaklingur sem hefur bjargað mannslífi með réttum viðbrögðum í skyndihjálp á nýliðnu ári.

Síðdegisútvarp Rásar 2 ræðir hér við Gunnhildi Sveinsdóttur, verkefnisstjóra Skyndihjálparmála hjá Rauða krossinum, og Alfreð Maríuson, sem bjargaði mannslífi árið 2010. Hlustið á sögu Alfreðs og viðtalið hér.