Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?

7. júl. 2009

Rauði kross Íslands heldur leiðbeinandanámskeið í skyndihjálp dagana 28. september til 3. október 2009.

Námskeiðið er sex heilir dagar og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu.

Á námskeiðinu verður einkum lögð áhersla á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Því er nauðsynlegt að þátttakendur á námskeiðinu búi yfir góðri skyndihjálparþekkingu auk þess að hafa menntun á heilbrigðis - eða kennslusviði, eða aðra sambærilega menntun.

Tekið verður við umsóknum á heimasíðu Rauða krossins raudikrossinn.is undir liðnum „Á DÖFINNI” frá 13. til 31. ágúst 2009.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast í síma 570-4000 eftir 12. ágúst.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og við val á þeim er horft til menntunar, reynslu og búsetu.

Námskeiðsgjald er 95.000 krónur, kennslugögn innifalin.