21 skyndihjálparleiðbeinendur úrskrifast

20. okt. 2009

Rauði krossinn stóð fyrir vikulöngu leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp á dögunum og útskrifaði 21 frábæra leiðbeinendur sem vonandi verða öflugir í að breiða út skyndihjálparþekkingu um allt land á næstu árum.

Rauði krossinn óskar nýjum leiðbeinendum til hamingju með réttindin og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni.

Rauði kross Íslands hefur í áratugi gegnt forystuhlutverki í því að uppfræða almenning hér á landi um skyndihjálp. Á hverju ári eru haldin hundruð skyndihjálparnámskeiða þar sem boðið er upp á vandað fræðsluefni og fjölbreyttar kennsluaðferðir.