Hagnýtar leiðbeiningar um viðbrögð við slysum og veikindum

26. okt. 2009

Á vefsíðu Rauða kross Íslands má nú finna stuttar og hagnýtar leiðbeiningar fyrir almenning um hvernig bregðast megi við ýmsum slysum og veikindum. Leiðbeiningar henta vel þegar rifja skal upp aðferðir skyndihjálpar, t.d. þegar komið er að umferðarslysi, einstaklingi sem hefur hlotið áverka á höfði, beinbrot, hjartaáfall og svo má lengi telja. Leiðbeiningarnar verða einnig birtar á vefsíðunni doktor.is.

Rauði kross Íslands hefur í áratugi gegnt forystuhlutverki í því að uppfræða almenning hér á landi um skyndihjálp. Á hverju ári eru haldin hundruð skyndihjálparnámskeiða þar sem boðið er upp á vandað fræðsluefni og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Kennarar á námskeiðunum hafa mikla reynslu af því að kenna skyndihjálp og víðtæka þekkingu á fyrstu viðbrögðum við neyð. Þátttakendur fá skírteini sem vott um að hafa lokið þjálfun í skyndihjálp.

Landsskrifstofa Rauða kross Íslands veitir upplýsingar um námskeið í síma 5704000 eða í gegnum netfangið [email protected]