Skyndihjálpin rifjuð upp á 112 deginum á Blönduósi

18. feb. 2014

Hjá Rauða kross deildinni í Austur Húnavatnssýslu var haldið upp á 112 daginn með hefðbundnu sniði nema hvað í ár var boðið upp á kynningu á skyndihjálp. 

Öll farartæki útkallsdeilda á svæðinu, sjúkrabílar, slökkviliðið, björgunarsveitir og lögreglan keyrðu um bæinn og minntu á sig og skyndihjálparkynninguna sem fór fram í Samkaup á Blönduósi.