12 tíma skyndihjálparnámskeið

4. maí 2015

Skyndihjálparnámskeið verður haldið dagana 4. – 5. – 6. maí 2015

Staðsetning: Húsnæði Rauða krossins í Reykjavík, Skúlagata 21, 1. hæð (sama húsnæði og Ríkislögreglustjóri).
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.

Námskeiðið er 12 klukkustundir (16 kennslustundir) og stendur frá kl: 18-22 hvert kvöld. Námskeiðið er metið til eininga í flestum framhaldsskólum, til aukinna ökuréttinda og víðar.

Til öryggis er þeim sem þurfa skyndihjálparþekkingu sem hluta af starfsréttindum eða námi ráðlagt að leita staðfestingar hjá viðkomandi menntastofnun hvort námskeiðið sé tekið gilt.Þátttökugjald er 15.000 krónur. Innifalið í námskeiðsgjaldi er bókin "Skyndihjálp og endurlífgun". Á námskeiðinu verður hægt að kaupa þessa frábæru skyndihjálpartösku á aðeins kr. 7.900.-

Skráning og greiðsla á greiðslusíðu Valitor með því að smella hér.

ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þ
átttökugjaldið ekki endurgreitt.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má fá hjá Rauða krossinum í Reykjavík í síma 545-0400 á skrifstofutíma eða á netfangið reykjavik@redcross.is