Skyndihjálparnámskeið 12 klst - Egilsstöðum

14. apr. 2015

Skyndihjálparnámskeið verður haldið dagana 14. 15. og 16. apríl 2015.

Staðsetning: Húsnæði Rauða krossins á Egilsstöðum Miðási 1-5.

Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.

Námskeiðið er 12 klukkustundir (16 kennslustundir) og stendur frá kl: 17-21 hvert kvöld. Námskeiðið er metið til eininga í flestum framhaldsskólum, til aukinna ökuréttinda og víðar.

Þátttökugjald er 8.000 krónur. Skráning og gengið frá greiðslu á greiðslusíðu Valitors með því að smella mér.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má fá hjá Johonnu Henriksson í síma 863 3616 eða á netfangið johannamaria@redcross.is