Skyndihjálparnámskeið Selfossi

14. feb. 2012

Í tilefni af 112 deginum þann 11. 2. ætlar Árnesingadeild Rauða krossins að vera með 4 klst.skyndihjálparnámskeið sem haldið verður að Eyravegi 23, þriðjudaginn 14.febrúar kl.18 til 22.

Skráning í síma 482-4445,892-1743 og netfangið redcrossarn@simnet.is.

Í flestum tilfellum endurgreiða stéttarfélögin á Suðurlandi hluta kostnaðar námskeiðsins.

Sjálfboðaliðum deildarinnar er boðið á námskeiðið þeim að kostnaðarlausu.

Að kunna skyndihjálp hefur bjargað mannslífum.