13. okt. 2009 : Aðstæður hælisleitenda í Grikklandi - vettvangsskýrsla Rauða krossins og Caritas í Austurríki

Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands í þeim tilgangi að kanna örlög hælisleitenda sem sendir voru frá Austurríki til Grikklands á grundvelli Dublinar samstarfsins. Vegna fjölda þeirra einstaklinga sem óska alþjóðlegrar verndar á Grikklandi hefur því oft verið haldið fram að grísk stjórnvöld og stjórnsýsla hafi hvorki bolmagn né getu til að tryggja hælisleitendum sanngjarna og réttláta málsmeðferð og að aðbúnaði hælisleitenda þar í landi sé verulega ábótavant.

Ríkisstjórnir sem taka þátt í Dublinar samstarfinu hafa hins vegar verið á öndverðri skoðun og haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli þess þrátt fyrir tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra samtaka og stofnana.

1. sep. 2009 : Fyrsta rannsókn á Íslandi um umfang og eðli mansals

Ísland er fjarri því að vera einungis gegnumstreymisland fyrir fórnarlömb mansals heldur má gera ráð fyrir að tugir einstaklinga sem dvelja til lengri eða skemmri tíma hér á landi falli undir skilgreiningar mansals. Þetta má lesa úr niðurstöðum skýrslu um sem Rauði krossinn lét vinna fyrir sig og kynnt verður á morgun, en þetta er fyrsta rannsókn sem gerð er um eðli og umfang mansals hérlendis. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) vann rannsóknina fyrir Rauða krossinn.

Um grunnrannsókn á þessu viðfangsefni er að ræða og er í framhaldi af henni gert ráð fyrir að Rauði kross Íslands vinni að úrræðum fyrir fórnarlömb mansals svo unnt verði að veita þeim viðeigandi þjónustu, vernd og stuðning.

29. júl. 2009 : Meðferð hælisumsókna