1. sep. 2009 : Fyrsta rannsókn á Íslandi um umfang og eðli mansals

Ísland er fjarri því að vera einungis gegnumstreymisland fyrir fórnarlömb mansals heldur má gera ráð fyrir að tugir einstaklinga sem dvelja til lengri eða skemmri tíma hér á landi falli undir skilgreiningar mansals. Þetta má lesa úr niðurstöðum skýrslu um sem Rauði krossinn lét vinna fyrir sig og kynnt verður á morgun, en þetta er fyrsta rannsókn sem gerð er um eðli og umfang mansals hérlendis. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) vann rannsóknina fyrir Rauða krossinn.

Um grunnrannsókn á þessu viðfangsefni er að ræða og er í framhaldi af henni gert ráð fyrir að Rauði kross Íslands vinni að úrræðum fyrir fórnarlömb mansals svo unnt verði að veita þeim viðeigandi þjónustu, vernd og stuðning.