Gleðidagar 2012

7. mar. 2013

Á Gleðidaganámskeiðum eru eldri borgarar í hlutverki leiðbeinenda. Markmið námskeiðsins er að tengja saman kynslóðirnar og miðla reynslu og þekkingu þeirra á milli. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir námskeiðunum í samstarfi við Öldrunarráð Íslands. Meðal þess sem boðið er upp á eru: gamlir leikir, tafl, prjónaskapur, tálgun, hnútabindingar, kveðskapur, söngur, ljósmyndun, skyndihjálp og vettvangsferðir.

Skýrsla vegna námskeiðanna árið 2012