Svona gerum við

12. apr. 2007

Haldið var málþing um fjölmenningarlegt Austurland í september 2006. Áherslan var lögð á stöðu málefna íbúa af erlendum uppruna og leiðir til úrbóta. Fjallað var um stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda, upplýsingamiðlun til þeirra, rannsóknir og túlkaþjónustu. Þá var varpað fram spurningunni um hvað mæti nýjum íbúum á Austurlandi og hvort íslensk tunga sé lykillinn að samfélaginu. 

Í framhaldi af málþinginu kom út skýrsla um stöðu innflytjenda sem heitir „Svona gerum við” en þar er bent á ýmsar leiðir til úrbóta.