Hvað verður um framlag styrktarfélaga?

12. mar. 2003

Allt framlag styrktarfélaga árin 2000, 2001 og 2002 fór í baráttuna gegn alnæmi í Afríku, árið 2003 fór féð til aðstoðar við fólk sem varð illa úti í kuldunum í Mongólíu og frá 2004 er lögð áhersla á að hjálpa börnum í stríði. Ef þú vilt gerast styrktarfélagi geturðu gert það hér á vefnum.

Alnæmið í Afríku
Sem dæmi má nefna að í Malawi eru 300 þúsund börn munaðarlaus af því að foreldrar þeirra hafa dáið úr alnæmi. Athyglisverðasta verkefnið er einmitt í Malawí þar sem fólk er aðstoðað til að taka að sér munaðarlaus börn. Með því móti geta þau alist upp við heilbrigt fjölskyldulíf og minni líkur eru á að þau lendi á götunni.

Í Afríku hefur alnæmi breiðst út á gífurlegum hraða undanfarin ár og horfur eru á því að útbreiðsla sjúkdómsins eigi eftir að aukast enn á næstu árum. Í sumum Afríkulöndum eru heilu kynslóðirnar sýktar og með dauða þeirra missir stór hluti barna og aldraðra framfæri sitt.

Víða í sunnanverðri Afríku er orðið algengt að höfuð fjölskyldunnar sé barn að aldri vegna þess að allir fullorðnir eru dánir úr alnæmi. Úr sumum þorpum berast sögur af allt að 50 jarðarförum dag hvern.

Eftirfarandi tölur gefa glögga mynd af því hversu alvarlegt ástandið er orðið:

  • 18,8 miljónir jarðarbúa hafa dáið af völdum sjúkdómsins
  • 3,8 miljónir barna hafa dáið úr alnæmi
  • 500.000 börn dóu úr alnæmi árið 1999
  • Það eru 13,2 miljónir munaðarlausra barna í heiminum og langflest þeirra eru í Afríku
  • Í Afríku eru 25 miljónir manna smitaðar af alnæmisveirunni
  • Smituðum í Afríku fjölgar um 3 miljónir á ári

Þú getur gerst styrktarfélagi hér á vefnum.