Hvernig nær hjálpin þangað sem þörfin er?

12. mar. 2003

Þar sem Rauði krossinn er útbreiddur um allan heim vita landsfélögin líka hvenær hjálpar er þörf. Ef í ákveðnu landi eru t.d. jarðskjálftar, þá geta meðlimir landsfélagsins strax metið hvers konar hjálp er þörf fyrir. Síðan hefur landsfélagið samband við Alþjóða Rauða krossins í Genf, sem annað hvort sendir sérfræðinga á staðinn eða sendir þegar í stað út beiðni um hjálp til landsfélaga víðs vegar um heiminn. Þau meta síðan hvert fyrir sig hvers konar og hve mikla hjálp þeir leggja af mörkum. Fjármagnið kemur frá hinum svokallaða hamfarasjóði eða frá landssöfnunum.

Þar sem Rauði krossinn er svo útbreiddur um allan heim, líða sjaldan margir klukkutímar áður en hann sendir fyrstu hjálp af stað.