
Sjálfboðaliðagleði Rauða krossins í Kópavogi
Í gær hélt Rauði krossinn upp á alþjóðadag sjálfboðaliðans sem er 5. desember. Gleðin frestaðist vegna óveðurs í desember en sjálfboðaliðar létu það ekki á sig fá og mættu hressir og kátir í gærkvöldi.

Brotist inn í húsnæði Hveragerðisdeildar
Brotist var inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði aðfararnótt 7. október. Hurð að skrifstofunni virðist hafa verið sparkað upp. Allt var á á rúi og stúi og búið að færa skúffur og skápa og henda öllu á gólfið.

Sjálfboðaliðar mæta galvaskir í vetrarstarfið
Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Árnessýslu í verkefninu Föt sem framlag komu saman á ný eftir gott sumarfrí. Fyrsti fundur var á léttu nótunum með súpu og spjalli

Prjónakaffi í Kópavogi
Miðvikudaginn 27. maí verður prjónakaffi hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Við bjóðum alla sjálfboðaliða deildarinnar í verkefninu Föt sem framlag velkomna

Heimsóknavinanámskeið Kópavogi
Rauði krossinn óskar eftir heimsóknavinum. Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknir eru á einkaheimili og á stofnanir.

Börn og umhverfi Kópavogi
Börn og umhverfi námskeið hjá Rauða krossinum í Kópavogi verður haldið dagana 4., 5., 6. og 7. maí.

Fatamarkaður í Kolaportinu
Sunnudaginn 3. maí verður fjáröflunarhópur Rauða krossins í Kópavogi með úrval af prjónafatnaði til sölu.

Prjónakaffi í Kópavogi
Miðvikudaginn 29. apríl verður prjónakaffi hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Við bjóðum alla sjálfboðaliða deildarinnar í verkefninu Föt sem framlag velkomna

Fjölmenningarkaffi Rauða krossins í Kópavogi
Vikan 14.-21. mars er Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti.

Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2015 klukkan 20 í Hamraborg 11, 2. hæð.

Gjafir til þeirra sem fá enga pakka
Elísabet Erla Birgisdóttir og Freyja Margrét Birgisdóttir komu færandi hendi í Rauða krossinn á Selfossi með fullan kassa af gjöfum

Suðurnesjadeild fagnar afmæli Rauða krossins
Rauði krossinn á Suðurnesjum fagnaði 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi með því
að bjóða sjálfboðaliðum deildarinnar í afmæliskaffi.

Njóta þess að koma saman og láta gott af sér leiða
Nokkrar kátar konur frá Hellu og Hvolsvelli hittast annan hvorn fimmtudag og prjóna eða hekla saman í verkefninu föt sem framlag

Sjálfboðaliðagleði Rauða krossins í Kópavogi
Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans verður haldin gleði föstudaginn 5. desember í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9. Hátíðin stendur yfir frá kl. 19-21.

Jólatónleikar á Stokkseyri til styrktar Sjóðnum góða
Hjónakornin Úní og Jón Tryggvi, sem saman kalla sig UniJon, bjóða til Jólatónleika í Stokkseyrarkirkju þann 7. desember kl 20:00.

Jólabasar í Kópavogi
Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Kópavogi verða með basar laugardaginn 29. nóvember kl. 11-16 í Rauðakrosshúsinu, Hamraborg 11.

Umsóknir og úthlutanir úr „Sjóðnum góða" á Selfossi
Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í Selinu við Engjaveg (við hliðina á íþróttavelli)
þriðjudaginn 2. des og miðvikudaginn 3. des.

Hundaheimsóknavinir - Undirbúningsnámskeið
Heimsóknavinur með hund er eitt verkefni heimsóknavina. Heimsóknavinir af þessu tagi, þar sem hundurinn er í aðalhlutverki, eru þekktir víða um heim

4ra tíma skyndihjálparnámskeið
Rauði krossinn í Kópavogi heldur námskeið í almennri skyndihjálp þriðjudaginn 21. október kl. 18-22 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

4ra tíma skyndihjálparnámskeið
Rauði krossinn í Kópavogi heldur námskeið í almennri skyndihjálp þriðjudaginn 30. september kl. 18-22 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

Vinkonur halda tombólu
Tara Karitas Saithong Óðinsdóttir og Lilja Dögg Jóhannsdóttir héldu tombólu í Vík í Mýrdal á góðum sumardegi.

Víkurdeild útskrifar 39 í skyndihjálp í maí
Rauði krossinn í Vík hélt tvö 4ra tíma skyndihjálparnámskeið í maímánuði.

Skiluðu úthlutunarkorti
Dagný Sif Jónsdóttir og Harpa Finnbogadóttir á Selfossi rákust á úthlutunarkort vegna jólaaðstoðar fyrir jólin.

Víkurdeild færir Krísuvík bókagjöf
Meðferðarheimilið í Krýsuvík var heldur ánægt með bókakostinn sem er vel þeginn þar á bæ.
Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi
Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 24. nóvember frá klukkan 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11.
Mikið úrval af varningi verður á boðstólnum svo sem húfur, treflar, kragar, svuntur, töskur, handgerðir fylgihlutir og hárskraut og að sjálfsögðu hellingur af jólavarningi.
Afurðirnar sem til sölu verða eru unnar af sjálfboðaliðum í Basarhópi og verkefninu Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi taka þátt með því að útbúa bakkelsi, sjá um að dreifa auglýsingum og standa síðan vaktina á sjálfum basarnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.
Allur ágóði mun renna til verkefna deildarinnar innanlands.