14. des. 2005 : Hugulsamir nemendur Flóaskóla

Nemendur 5. og 6. bekkja Flóaskóla ásamt Nirði Helgasyni svæðisfulltrúa Rauða krossins.

Nemendur í 5. og 6. bekkjum Flóaskóla í Villingaholtshreppi héldu söfnun og gáfu Rauða krossinum 13.100 kr. Vilja krakkarnir að peningunum verði varið til að aðstoða fólk innanlands fyrir jólin.

Upphaf söfnunarinnar má rekja til þess að einn nemandi skólans Jón Gautason vann til verðlauna í myndasamkeppni. Hann bauð bekkjarfélögum sínum fyrst á Selfoss í skemmtiferð, en þegar afgangur varð af verðlaununum eftir ferðina kviknaði hugmynd hjá Jóni um að gefa Rauða krossinum þá.

Bekkjarfélagar Jóns ásamt honum bættu svo um betur og settu í gang söfnun og söfnuðu alls 13.100 krónum.

14. des. 2005 : Hugulsamir nemendur Flóaskóla

Nemendur 5. og 6. bekkja Flóaskóla ásamt Nirði Helgasyni svæðisfulltrúa Rauða krossins.

Nemendur í 5. og 6. bekkjum Flóaskóla í Villingaholtshreppi héldu söfnun og gáfu Rauða krossinum 13.100 kr. Vilja krakkarnir að peningunum verði varið til að aðstoða fólk innanlands fyrir jólin.

Upphaf söfnunarinnar má rekja til þess að einn nemandi skólans Jón Gautason vann til verðlauna í myndasamkeppni. Hann bauð bekkjarfélögum sínum fyrst á Selfoss í skemmtiferð, en þegar afgangur varð af verðlaununum eftir ferðina kviknaði hugmynd hjá Jóni um að gefa Rauða krossinum þá.

Bekkjarfélagar Jóns ásamt honum bættu svo um betur og settu í gang söfnun og söfnuðu alls 13.100 krónum.

8. des. 2005 : Flóamarkaður hjá sjálfboðaliðum Árnesingadeildar

Ánægðir viðskiptavinir á flóamarkaðnum.
Góðar vörur á góðu verði.
Það var gestkvæmt í húsnæði Rauða kross Íslands Árnesingadeildar á Selfossi föstudaginn 2. desember þegar sjálfboðaliðar deildarinnar héldu flóamarkað. Á flóamarkaðnum var gott úrval af fatnaði frá fataflokkun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, fatnaður fyrir bæði kynin á öllum aldri.

Fólk keypti innkaupapoka á eitt þúsund krónur. Í pokana gat fólk sett fatnað eins og í þá komst. Kaupendum fannst þetta góð leið til verslunar og nýttu sér hana vel.

8. des. 2005 : Flóamarkaður hjá sjálfboðaliðum Árnesingadeildar

Ánægðir viðskiptavinir á flóamarkaðnum.
Góðar vörur á góðu verði.
Það var gestkvæmt í húsnæði Rauða kross Íslands Árnesingadeildar á Selfossi föstudaginn 2. desember þegar sjálfboðaliðar deildarinnar héldu flóamarkað. Á flóamarkaðnum var gott úrval af fatnaði frá fataflokkun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, fatnaður fyrir bæði kynin á öllum aldri.

Fólk keypti innkaupapoka á eitt þúsund krónur. Í pokana gat fólk sett fatnað eins og í þá komst. Kaupendum fannst þetta góð leið til verslunar og nýttu sér hana vel.

4. des. 2005 : Viðbragðsstaða vegna Keflavíkurflugvallar

Rauða kross deildir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu voru í viðbragðsstöðu milli klukkan þrjú og fjögur í dag vegna viðbúnaðar á Keflavíkurflugvelli. Beðið var lendingar tveggja hreyfla farþegaþotu með bilaðan hreyfil. Þotan er í eigu Air Canada, af gerðinni Airbus 330, og var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada þegar bilunar varð vart.

Viðbúnaði var aflétt þegar þotan hafði lent heilu og höldnu klukkan fjögur. Hlutverk Rauða krossins í aðgerðum sem þessum er meðal annars að veita fólki almenna aðhlynningu og sálrænan stuðning.

14. apr. 2005 : Pistlar frá Serbíu

Deildir á Suðurlandi og Suðurnesjum eru í Serbíu að hitta vinadeild í Sremski Karvovci. Njörður Helgason svæðisfulltrúi er einn þeirra og sendir pistla frá ferðinni. Nýjasta bréfið er efst.  Neðst er myndasýning frá Nirði. Hægt er að sjá myndirnar í stærri útgáfu með því að smella á þær.


16.05.2005
Sæl öll sömul. Héðan frá Seríu er allt gott að frétta. Hitinn um 20 stig, sól og blíða og allir hinir hressustu.

Fórum í gær til Novisad. Komum á skrifstofu deildarinnar og áttum fund með deildinni. Áttum fund með lögreglustjóranum í Sremski Karlovci eða SK. Hann fór yfir málefni lögreglunnar og hvernig deildin í SK hefur komið á forvörnum og hjálpað til við að vinna á vandamálum svo sem vegna eiturlyfja. Í eftirmiðdaginn komum við aftur til Sremski Karlovci. Áttum fund með deildarfólkinu þar sem hver sagði frá sínum verkefnum. Okkur var kynnt áætlun deildarinnar hér í bænum. Fjögur áhugaverð verkefni. Fórum yfir þau á vorfundinum í Keflavík 30. apríl.

Í dag höfum við átt fund með bæjarstjóra SK.Við snæddum með honum hádegisverð á fallegum stað, útivistarsvæði héraðsins. Nú eftir hádegi fórum við aftur til SK í heimsókn í húsnæði deildarinnar. Þar var allt fullt út úr dyrum af ungu fólki frá um 10 ára til 18 ára að vinna i listsköpunarverkefnum.

Við eigum eftir að funda með deildarfólkinu frekar i dag og fara i ferð um bæinn.
Við hlökkum til að koma heim og segja ykkur fra ferðinni.
Vonandi hafa það allir gott heima.


14.05.2005
Höfum það gott hér í Serbíu.
Byrjuðum daginn á að skoða blóðsöfnunina í Sremski Karvovci. Íbúar bæjarins eru í þriðja sæti í Serbíu yfir blóðgjafa. Sjálfboðaliðar deildarinnar eru öflugir að hjálpa til, skrá og gefa veitingar. Athyglivert að blóðgjafar hér eiga rétt á tveggja daga fríi eftir blóðgjöf. Það dregur fólk að. Þetta var afnumið tímabundið en þá dróst blóðgjöf saman um 20% en fór í sama farið þegar fríið var gefið aftur.

Skoðuðum síðan stað þar sem sígaunar búa. Þar býr fólk við vægast sagt ömurlegar aðstæður. Í kofum sem við mundum ekki bjóða uppá sem útihús á Íslandi. Það mátti einnig marka togstreitu á milli sígaunanna og flóttamanna sem búa orðið í fínum húsum í brekkunni á móti sígaunabyggðinni.

Fórum í skoðunarferð um nágrenni bæjarins í dag. Skoðuðum tvö klaustur rétttrúnaðarkirkjunnar. Falleg hús og kirkjurnar eru hrein listaverk.

Áttum seinni partinn fund með deildarfólkinu í SK. Farið var yfir verkefni deildanna heima og verkefni deildarinnar hér í SK. Þau eru þó nokkur og almennt öflugt starf hjá deildinni. Talsverðan kvíða mátti merkja fyrir framtíðinni. Bæði vegna aðstæðna hér í landi og samfélagi. Nánar verður rætt um lok vinadeildasamstarfsins við deildafólkið á morgun. Allir eru þó upplýstir um lokin en kvíða því.

Á morgun verður farið til Novri Sad og fundað með fulltrúum Rauða krossins og seinni partinn í SK.

13. 04. 2005.
Sælt veri fólkið.
Sendum ykkur bestu kveðjur héðan frá Serbíu.
Við byrjuðum í morgun á að hitta fulltrúa Rauða krossins í Serbíu og Svartfjallalandi, Serbneska Rauða krossins og Alþjóða Rauða krossins. Áttum með þeim góða fundi þar sem farið var yfir stöðu landsfélagsins út frá hliðum heimamanna og augum utanaðkomandi frá Alþjóða Rauða krossinum. Fórum eftir fundina til Sremski Karlovci þar sem við verðum fram á sunnudag.

Í dag erum við búin að hitta fólkið frá Rauða kross deildinni og skoða aðstöðu deildarinnar. Hún er hin fínasta. Gott fundarherbergi, eldhús og aðstaðan fyrir ungmennastarfið er orðin flott. Við fórum í súpueldhúsið en þar er hafin starfsemi á ný. Alls eru afgreiddar um 150 máltíðir á dag til einstaklinga. Þau hjá deildinni sögðu að hægt væri að afgreiða um helming af þörfinni á staðnum. Þá má ekki gleyma Íslandsherberginu í húsinu. Þar eru hlutir og myndir frá Íslandi.

Við höfum farið í skoðunarferð um bæinn og séð marga áhugaverða staði. Næstu daga höldum við áfram að funda og ferðast um nágrennið með deildarfólkinu hér í Sremski Karlovci.

Hér er skýjað og ekki heitt. Verst að inni á gistiheimilinu sem við erum á er hitinn lítið hærri en úti.

16. feb. 2005 : Fréttir frá svæðisfulltrúa

Viðhorf og virðing hjá Árnesingadeild. Heimsóknarþjónustunámskeið fyrir geðfatlaða.

16. feb. 2005 : Viðhorf og virðing hjá Árnesingadeild

Heimsóknarvinir Árnesingasdeildar ætla að sitja námskeiðið  "Viðhorf og virðing" næstkomandi fimmtudag þann 24. febrúar.

16. feb. 2005 : Viðhorf og virðing hjá Árnesingadeild

Heimsóknarvinir Árnesingasdeildar ætla að sitja námskeiðið  "Viðhorf og virðing" næstkomandi fimmtudag þann 24. febrúar.