21. des. 2006 : Suðurnesjadeild Rauða krossins úthlutar jólavarningi frá fyrirtækjum í Reykjanesbæ

Fyrirtækið Mýr í Reykjanesbæ stóð á dögunum fyrir söfnun á jólapökkum fyrir þá sem minna mega sín. Mýr er jólamarkaður í eigu Helgu Steinþórsdóttur til húsa í Glerhúsinu á Fitjum. Viðskiptavinirnir settu jólapakka undir jólatréð merktan strák eða stelpu og aldur. Þeir voru síðan afhentir Suðurnesjadeild Rauða krossins sem kom pökkunum til barnanna.

Fyrirtækið Nesraf ehf. sem er í eigu þeirra Hjörleifs Stefánssonar, Jóns Ragnars Reynissonar og Reynis Ólafssonar færði Suðurnesjadeildinni að gjöf mikið magn af jólaskreytingum; seríum og allskonar gluggaskreytingum. Andvirði gjafarinnar er um  kr. 350.000. Mun deildin koma þeim til skila.

Þetta er frábært framtak og kann deildin þeim bestu þakkir fyrir.

11. des. 2006 : Flóamarkaður Árnesingadeildar

Þann 1. desember hélt hópur heimsóknavina Árnesingadeildar Rauða krossins flóamarkað í húsnæði deildarinnar að Eyrarvegi 23 á Selfossi. Fatnaður, sem deildin fékk frá fataflokkun Rauða krossins í Hafnarfirði, var þar til sölu, ásamt ýmsu prjónalesi frá prjónahóp deildarinnar. Margir lögðu leið sina í Rauðakrosshúsið þennan dag og virðist einsýnt að þetta muni verða árvisst fyrir jólin, þar sem undirtektir voru svo jákvæðar.  

Mikið úrval var af fatnaði fyrir fólk á öllum aldri og var hægt að gera mjög góð kaup, enda verðið mjög hagstætt. Fullur plastpoki af fatnaði kostaði aðeins þúsund krónur og var fólk afar ánægt með það fyrirkomulag.

11. des. 2006 : Flóamarkaður Árnesingadeildar

Þann 1. desember hélt hópur heimsóknavina Árnesingadeildar Rauða krossins flóamarkað í húsnæði deildarinnar að Eyrarvegi 23 á Selfossi. Fatnaður, sem deildin fékk frá fataflokkun Rauða krossins í Hafnarfirði, var þar til sölu, ásamt ýmsu prjónalesi frá prjónahóp deildarinnar. Margir lögðu leið sina í Rauðakrosshúsið þennan dag og virðist einsýnt að þetta muni verða árvisst fyrir jólin, þar sem undirtektir voru svo jákvæðar.  

Mikið úrval var af fatnaði fyrir fólk á öllum aldri og var hægt að gera mjög góð kaup, enda verðið mjög hagstætt. Fullur plastpoki af fatnaði kostaði aðeins þúsund krónur og var fólk afar ánægt með það fyrirkomulag.

7. des. 2006 : Tombólusöfnun í Vík

7. des. 2006 : Tombólusöfnun í Vík

6. des. 2006 : Efling heimsóknarþjónustu á Suðurlandi og Suðurnesjum

Hjá deildum Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum er í gangi sérstakt átak til að efla starfsemi heimsóknarvina. Þetta er gert með kynningu á verkefninu, bæði meðal sjálfboðaliða og annarra félagsmanna Rauða kross deilda og einnig meðal annarra félagasamtaka og almennings. Haldnir hafa verið kynningarfundir og hefur þátttaka og undirtektir verið góðar. 

Þann 22. nóvember var kynning í Vík í Mýrdal og var þátttaka góð, þrátt fyrir leiðinlegt vetrarveður og erfiða færð. Tveir sjálfboðaliðar, annar frá Árnesingadeild og hinn frá Rangárvallasýsludeild, sögðu frá reynslu sinni af því að vera heimsóknarvinir. Fundarmenn sýndu málefninu áhuga og sköpuðust ágætar umræður og í kjölfar kynningarinnar verður stefnt að námskeiði fyrir heimsóknarvini.

10. nóv. 2006 : Áætlanagerð deilda lokið

20. okt. 2006 : Tombóla í Vík í Mýrdal.

Fjórar ungar stúlkur í Vík í Mýrdal héldu tombólu fyrir stuttu til styrktar Rauða krossi Íslands þar sem þær söfnuðu kr. 7.000.-. Þær óskuðu þess þegar þær afhentu söfnunarféð, formanni Rauða kross deildarinnar í Vík að börn sem ættu bágt fengju að njóta peninganna. Stúlkurnar eru t.f.v. Sandra Lilja Björgvinsdóttir, Ólöf Sigurlína Einarsdóttir, Elva Ösp Helgadóttir og Anna Elísabet Jónínudóttir.

20. okt. 2006 : Tombóla í Vík í Mýrdal.

Fjórar ungar stúlkur í Vík í Mýrdal héldu tombólu fyrir stuttu til styrktar Rauða krossi Íslands þar sem þær söfnuðu kr. 7.000.-. Þær óskuðu þess þegar þær afhentu söfnunarféð, formanni Rauða kross deildarinnar í Vík að börn sem ættu bágt fengju að njóta peninganna. Stúlkurnar eru t.f.v. Sandra Lilja Björgvinsdóttir, Ólöf Sigurlína Einarsdóttir, Elva Ösp Helgadóttir og Anna Elísabet Jónínudóttir.

29. jún. 2006 : Suðurnesjadeild Rauða krossins fær tvo fatagáma

Örn Ragnarsson og Ólafur Árnason starfsmenn Fataflokkunarstöðvar Rauða krossins í Hafnarfirði við annan fatagáminn sem fór til Suðurnesjadeildarinnar.
Fataflokkunarstöð Rauða krossins í Hafnarfirði færði á dögunum Fataflokkun Suðurnesjadeildar tvo söfnunargáma fyrir föt, svokallaða skúffugáma sem eru mjög þægilegir í notkun. Áður höfðu Akureyrardeild, Dalvíkurdeild, Skagafjarðardeild og Rangárvallasýsludeild fengið eins gáma.

Samstarf er á milli þessara fataflokkunarstöðva og sendir Suðurnesjadeildin um eitt tonn af fatnaði í viku hverri til Hafnarfjarðar þar sem hann er ýmist flokkaður eða sendur erlendis til fjáröflunar.

1. jún. 2006 : Söfnuðu fyirr Rauða krossinn

Þessar stúlkur, Hekla Kristín Halldórsdóttir, Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir, Alma Hrund Hafrúnardóttir og Alexandra Björg Ægisdóttir komu með 3.226 krónur á svæðisskrifstofu Rauða kross Íslands á Suðurlandi og Suðurnesjum.

Fénu söfnuðu þær með því að halda tombólu fyrir utan Nóatún á Selfossi í vikunni.

Rauði kross Íslands þakkar þessum duglegu stúlkum fyrir framlag þeirra.

24. maí 2006 : Söfnuðu fyrir börn í útlöndum

Theódór Freyr Ólafsson, Elvar Björn Adolfsson og Ívar Óli Sigurðsson.
Theódór Freyr Ólafsson Elvar Björn Adolfsson og Ívar Óli Sigurðsson komu með 1.250 krónur á svæðisskrifstofu Rauða kross Íslands. Þeir héldu tombólu í Horninu á Selfossi.

Framlag þessara duglegu drengja rennur til hjálparstarfs Rauða krossins erlendis með börnum.

Framlög tombólubarna eru mikilvæg í hjálparstarfi Rauða krossins og sýna vel hug barnanna sem leggja á sig sjálfboðna vinnu til að safna peningum fyrir jafnaldra sína sem búa á svæðum í heiminum sem erfiðleikar eru eða hamfarir hafa dunið

4. maí 2006 : Fjölmennt heimsóknavinanámskeið í Grindavík

Þátttakendur á námskeiðinu.
Sextán þátttakendur sátu námskeið fyrir heimsóknavini hjá Rauða krossi Íslands Grindavíkurdeild í gær.

Þeir sem sóttu námskeiðið voru frá Grindavíkur- og Suðurnesjadeild Rauða krossins. Í hópnum voru  reyndar konur sem voru að fá aukna fræðslu eftir að hafa starfað við heimsóknaþjónustu um árabil, ásamt konum sem eru að kynnast þessu verkefni í fyrsta sinn. Þær verða vonandi þátttakendur í verkefninu í framtíðinni.

25. mar. 2006 : Rauði krossinn tók þátt í Bergrisanum

Starfsstöð Rauða krossins í Samhæfingarstöð almannavarna.
Víkurdeild og Klausturdeild Rauða kross Íslands tóku þátt í almannavarnaæfingunni Bergrisanum í Vestur-Skaftafellssýslu í dag.

Æfingin er lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Eitt af stærstu verkefnum Bergrisans er rýming íbúðarhúsnæðis á áhrifasvæði Kötlu en einnig er látið reyna á alla þætti áætlana sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl.

25. mar. 2006 : Rauði krossinn tók þátt í Bergrisanum

Starfsstöð Rauða krossins í Samhæfingarstöð almannavarna.
Víkurdeild og Klausturdeild Rauða kross Íslands tóku þátt í almannavarnaæfingunni Bergrisanum í Vestur-Skaftafellssýslu í dag.

Æfingin er lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Eitt af stærstu verkefnum Bergrisans er rýming íbúðarhúsnæðis á áhrifasvæði Kötlu en einnig er látið reyna á alla þætti áætlana sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl.

8. mar. 2006 : Suðurnesjadeild Rauða krossins veitti farþegum sálrænan stuðning

Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands var kölluð út til starfa á Keflavíkurflugvelli á mánudagskvöld. Óskað var eftir aðstoð Rauða krossins við umönnun farþega sem voru í flugvél Icelandair sem var á leið til New York en snúið var við eftir að eldingu laust niður í vélina skömmu eftir flugtak frá Keflavík.

Um borð var hundrað fimmtíu og einn farþegi auk áhafnar. Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli heilu og höldnu. Að sögn Karls Georgs Magnússonar, formanns neyðarnefndar Suðurnesjadeildar sem fór ásamt þremur öðrum til að veita farþegum sálrænan stuðning í Leifsstöð var fólk rólegt, enda hafði áhöfn Icelandair staðið sig með stakri prýði. Þó voru nokkrir sem þurftu á aðhlynningu að halda, og var það gert í samvinnu við lækni frá Sjúkrahúsi Suðurnesja.

14. feb. 2006 : Kátur handverkshópur

Glatt á hjalla hjá handverkshópi Árnesingadeildar.
?Við ætlum að hafa opið hús í hverri viku, mánudaga frá klukkan 13 til 16. Við hvetjum sem flesta að koma og prófa hvort þetta verkefni okkar henti þeim,? sagði Ragnheiður Ágústsdóttir starfsmaður Rauða kross Íslands Árnesingadeildar.

Það var vaskur hópur kvenna sem mætti í opið hús Árnesingadeildarinnar á mánudaginn. Opið hús er nýtt verkefni hjá deildinni og er markmiðið að fólk geti komið saman og átt ánægjulega stund en um leið föndrað við eitthvað skemmtilegt. Saumað, prjónað eða gert einhverja þá handavinnu sem hverjum hentar.

14. feb. 2006 : Kátur handverkshópur

Glatt á hjalla hjá handverkshópi Árnesingadeildar.
?Við ætlum að hafa opið hús í hverri viku, mánudaga frá klukkan 13 til 16. Við hvetjum sem flesta að koma og prófa hvort þetta verkefni okkar henti þeim,? sagði Ragnheiður Ágústsdóttir starfsmaður Rauða kross Íslands Árnesingadeildar.

Það var vaskur hópur kvenna sem mætti í opið hús Árnesingadeildarinnar á mánudaginn. Opið hús er nýtt verkefni hjá deildinni og er markmiðið að fólk geti komið saman og átt ánægjulega stund en um leið föndrað við eitthvað skemmtilegt. Saumað, prjónað eða gert einhverja þá handavinnu sem hverjum hentar.