24. maí 2006 : Söfnuðu fyrir börn í útlöndum

Theódór Freyr Ólafsson, Elvar Björn Adolfsson og Ívar Óli Sigurðsson.
Theódór Freyr Ólafsson Elvar Björn Adolfsson og Ívar Óli Sigurðsson komu með 1.250 krónur á svæðisskrifstofu Rauða kross Íslands. Þeir héldu tombólu í Horninu á Selfossi.

Framlag þessara duglegu drengja rennur til hjálparstarfs Rauða krossins erlendis með börnum.

Framlög tombólubarna eru mikilvæg í hjálparstarfi Rauða krossins og sýna vel hug barnanna sem leggja á sig sjálfboðna vinnu til að safna peningum fyrir jafnaldra sína sem búa á svæðum í heiminum sem erfiðleikar eru eða hamfarir hafa dunið

4. maí 2006 : Fjölmennt heimsóknavinanámskeið í Grindavík

Þátttakendur á námskeiðinu.
Sextán þátttakendur sátu námskeið fyrir heimsóknavini hjá Rauða krossi Íslands Grindavíkurdeild í gær.

Þeir sem sóttu námskeiðið voru frá Grindavíkur- og Suðurnesjadeild Rauða krossins. Í hópnum voru  reyndar konur sem voru að fá aukna fræðslu eftir að hafa starfað við heimsóknaþjónustu um árabil, ásamt konum sem eru að kynnast þessu verkefni í fyrsta sinn. Þær verða vonandi þátttakendur í verkefninu í framtíðinni.