29. jún. 2006 : Suðurnesjadeild Rauða krossins fær tvo fatagáma

Örn Ragnarsson og Ólafur Árnason starfsmenn Fataflokkunarstöðvar Rauða krossins í Hafnarfirði við annan fatagáminn sem fór til Suðurnesjadeildarinnar.
Fataflokkunarstöð Rauða krossins í Hafnarfirði færði á dögunum Fataflokkun Suðurnesjadeildar tvo söfnunargáma fyrir föt, svokallaða skúffugáma sem eru mjög þægilegir í notkun. Áður höfðu Akureyrardeild, Dalvíkurdeild, Skagafjarðardeild og Rangárvallasýsludeild fengið eins gáma.

Samstarf er á milli þessara fataflokkunarstöðva og sendir Suðurnesjadeildin um eitt tonn af fatnaði í viku hverri til Hafnarfjarðar þar sem hann er ýmist flokkaður eða sendur erlendis til fjáröflunar.

1. jún. 2006 : Söfnuðu fyirr Rauða krossinn

Þessar stúlkur, Hekla Kristín Halldórsdóttir, Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir, Alma Hrund Hafrúnardóttir og Alexandra Björg Ægisdóttir komu með 3.226 krónur á svæðisskrifstofu Rauða kross Íslands á Suðurlandi og Suðurnesjum.

Fénu söfnuðu þær með því að halda tombólu fyrir utan Nóatún á Selfossi í vikunni.

Rauði kross Íslands þakkar þessum duglegu stúlkum fyrir framlag þeirra.