Suðurnesjadeild Rauða krossins úthlutar jólavarningi frá fyrirtækjum í Reykjanesbæ
Fyrirtækið Mýr í Reykjanesbæ stóð á dögunum fyrir söfnun á jólapökkum fyrir þá sem minna mega sín. Mýr er jólamarkaður í eigu Helgu Steinþórsdóttur til húsa í Glerhúsinu á Fitjum. Viðskiptavinirnir settu jólapakka undir jólatréð merktan strák eða stelpu og aldur. Þeir voru síðan afhentir Suðurnesjadeild Rauða krossins sem kom pökkunum til barnanna.
Fyrirtækið Nesraf ehf. sem er í eigu þeirra Hjörleifs Stefánssonar, Jóns Ragnars Reynissonar og Reynis Ólafssonar færði Suðurnesjadeildinni að gjöf mikið magn af jólaskreytingum; seríum og allskonar gluggaskreytingum. Andvirði gjafarinnar er um kr. 350.000. Mun deildin koma þeim til skila.
Þetta er frábært framtak og kann deildin þeim bestu þakkir fyrir.
Flóamarkaður Árnesingadeildar
Mikið úrval var af fatnaði fyrir fólk á öllum aldri og var hægt að gera mjög góð kaup, enda verðið mjög hagstætt. Fullur plastpoki af fatnaði kostaði aðeins þúsund krónur og var fólk afar ánægt með það fyrirkomulag.
Flóamarkaður Árnesingadeildar
Mikið úrval var af fatnaði fyrir fólk á öllum aldri og var hægt að gera mjög góð kaup, enda verðið mjög hagstætt. Fullur plastpoki af fatnaði kostaði aðeins þúsund krónur og var fólk afar ánægt með það fyrirkomulag.
Efling heimsóknarþjónustu á Suðurlandi og Suðurnesjum
Þann 22. nóvember var kynning í Vík í Mýrdal og var þátttaka góð, þrátt fyrir leiðinlegt vetrarveður og erfiða færð. Tveir sjálfboðaliðar, annar frá Árnesingadeild og hinn frá Rangárvallasýsludeild, sögðu frá reynslu sinni af því að vera heimsóknarvinir. Fundarmenn sýndu málefninu áhuga og sköpuðust ágætar umræður og í kjölfar kynningarinnar verður stefnt að námskeiði fyrir heimsóknarvini.