27. mar. 2007 : Deildir ljúka aðalfundastarfi

Aðalfundum deilda Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum er nú lokið. Deildir á svæðinu eru átta talsins, fimm á Suðurlandi, tvær á Suðurnesjum og ein í Vestmannaeyjum. Ekki urðu miklar breytingar í stjórnum deilda, þó undantekningar hafi verið þar á.

Á fundum kom skýrt fram hve fjölbreytt starfsemin er. Sum verkefni eru þau sömu hjá öllum deildum og má þar nefna, skyndihjálp, neyðarvarnir og neyðaraðstoð, en önnur verkefni geta verið mismunandi eftir áherslum á hverjum stað. 

16. mar. 2007 : Ný félagsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri

Ný félagsmiðstöð var opnuð á Kirkjubæjarklaustri þann 15. febrúar síðast liðinn við góðar undirtektir heimamanna á öllum aldri. Félagsmiðstöðin er staðsett í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og heitir Klaustrið.