19. okt. 2007 : Forseti Íslands leggur Rauða krossinum á Suðurnesjum lið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti kynnti sér í dag starfsemi Suðurnesjadeildar Rauða krossins. Þetta var liður í kynningarátaki Rauða krossins á innanlandsstarfi félagsins. 

Í heimsókn sinni opnaði forseti Íslands formlega nytjamarkað Rauða krossins í húsnæði deildarinnar að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.  Markaðurinn hefur fengið nafnið Kompan og verður starfræktur í samstarfi við sorpeyðingarstöðina Kölku. Allur hagnaður rennur til mannúðarmála.

18. okt. 2007 : Áfangi í sjálfboðnu starfi í undirbúningi hjá FSU

Áhugi er fyrir því hjá Árnesingadeild Rauða krossins að hefja samstarf við Fjölbrautarskóla Suðurlands með þeim hætti að í boði verði hjá  skólanum sérstakur áfangi í sjálfboðnu starfi.

Uppbygging áfangans verður þannig að nemendur geta valið sér sjálfboðaverkefni á fyrirfram völdum stöðum, t.d. öldrunarstofnunum, athvarfi fyrir geðfatlaða eða vinnustað fyrir fatlaða, sem þeir vinna að í ákveðinn tíma. Allur hópurinn skipuleggur síðan og sér um framkvæmd flóamarkaðar, þar sem seldur verður notaður fatnaður til styrktar góðgerðarmálum.

18. okt. 2007 : Nýir heimsóknavinir Víkurdeild

Mikill áhugi er fyrir því að hefja starfsemi heimsóknavina hjá Víkurdeild. Námskeið til undirbúnings fyrir heimsóknavini var því haldið hjá deildinni á þriðjudaginn.

18. okt. 2007 : Áfangi í sjálfboðnu starfi í undirbúningi hjá FSU

Áhugi er fyrir því hjá Árnesingadeild Rauða krossins að hefja samstarf við Fjölbrautarskóla Suðurlands með þeim hætti að í boði verði hjá  skólanum sérstakur áfangi í sjálfboðnu starfi.

Uppbygging áfangans verður þannig að nemendur geta valið sér sjálfboðaverkefni á fyrirfram völdum stöðum, t.d. öldrunarstofnunum, athvarfi fyrir geðfatlaða eða vinnustað fyrir fatlaða, sem þeir vinna að í ákveðinn tíma. Allur hópurinn skipuleggur síðan og sér um framkvæmd flóamarkaðar, þar sem seldur verður notaður fatnaður til styrktar góðgerðarmálum.

18. okt. 2007 : Nýir heimsóknavinir Víkurdeild

Mikill áhugi er fyrir því að hefja starfsemi heimsóknavina hjá Víkurdeild. Námskeið til undirbúnings fyrir heimsóknavini var því haldið hjá deildinni á þriðjudaginn.

2. okt. 2007 : Svæðisfundur deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn á Hótel Hvolsvelli á laugardaginn. Um undirbúning og framkvæmd fundarins sá Rangárvallasýsludeild.