25. mar. 2008 : Aðalfundum deilda lokið

Aðalfundum deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum, átta talsins, var lokið fyrir páska. Fram kom á fundunum að deildir vinna að fjöldamörgum og fjölbreyttum verkefnum.

17. mar. 2008 : Skyndihjálparviðurkenningar á aðalfundi Árnesingadeildar

Árnesingadeild Rauða kross Íslands hélt aðalfund sinn að Hótel Flúðum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fengu tveir ungir menn viðurkenningu fyrir að hafa sýnt eftirtektarverða færni og þekkingu í skyndihjálp árið 2007.

Guðmann Unnsteinsson og Þórarinn Pálsson voru í fjallgöngu ásamt vini sínum sem féll um 70 metra í gljúfur. Þeir stóðu sig frábærlega, beittu réttum aðferðum og nýttu þekkingu sem þeir fengu á skyndihjálparnámskeiðum Rauða krossins sem þeir tóku í grunn- og framhaldsskóla. Þeir unnu mikið þrekvirki.

Gestur fundarins var Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna Rauða krossins. Ræddi hann um mikilvægi þess að deildir hefðu neyðarvarnaáætlanir sínar vel uppfærðar og á að skipa vel þjálfuðum fjöldahjálparstjórum, því hamfarir og slys gera sjaldnast boð á undan sér.

17. mar. 2008 : Skyndihjálparviðurkenningar á aðalfundi Árnesingadeildar

Árnesingadeild Rauða kross Íslands hélt aðalfund sinn að Hótel Flúðum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fengu tveir ungir menn viðurkenningu fyrir að hafa sýnt eftirtektarverða færni og þekkingu í skyndihjálp árið 2007.

Guðmann Unnsteinsson og Þórarinn Pálsson voru í fjallgöngu ásamt vini sínum sem féll um 70 metra í gljúfur. Þeir stóðu sig frábærlega, beittu réttum aðferðum og nýttu þekkingu sem þeir fengu á skyndihjálparnámskeiðum Rauða krossins sem þeir tóku í grunn- og framhaldsskóla. Þeir unnu mikið þrekvirki.

Gestur fundarins var Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna Rauða krossins. Ræddi hann um mikilvægi þess að deildir hefðu neyðarvarnaáætlanir sínar vel uppfærðar og á að skipa vel þjálfuðum fjöldahjálparstjórum, því hamfarir og slys gera sjaldnast boð á undan sér.

4. mar. 2008 : Að sofna ánægður og hlakka til næsta dags

Á dögunum var opið hús hjá Hveragerðisdeild. Gestur í opnu húsi að þessu sinni var Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur sem flutti erindi undir yfirskrifstinni „að sofna ánægður og hlakka til næsta dags".

 

Öllum sjálfboðaliðum deildarinnar sem og öðrum áhugasömum var boðið að koma og hlýða á erindið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Að því loknu voru fyrirspurnir og umræður.  

Þessi nýbreytni í starfi deildarinnar þótti takast vel og voru það ánægðir gestir sem fóru heim að erindi loknu og vonandi sofnuðu flestir ánægðir og hlökkuðu til næsta dags.

4. mar. 2008 : Nýr formaður Rangárvallasýsludeildar

Aðalfundur Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins var haldinn í Hótel Hvolsvelli á laugardaginn. Fram kom í skýrslu formanns að unnið hefur verið að mörgum verkefnum á árinu.

 

Deildin tekur á móti notuðum fatnaði í söfnunargáma, bæði á Hvolsvelli og Hellu. Á síðasta ári söfnuðust sex tonn af fatnaði sem send voru til Fataflokkunarstöðvarinnar í Hafnarfirði. Meðal nýrra verkefna má nefna prjónahóp sem hittist vikulega í húsnæði deildarinnar og prjónar til góðra verka.

Gestur á fundinum var Hólmfríður Garðarsdóttir sem starfað hefur sem yfirmaður Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Mósambík. Flutti hún fróðlegt erindi og sýndi myndir frá Mósambík, en þar gegndi Rauði krossinn miklu hlutverki í neyðaraðstoð árið 2007.

4. mar. 2008 : Að sofna ánægður og hlakka til næsta dags

Á dögunum var opið hús hjá Hveragerðisdeild. Gestur í opnu húsi að þessu sinni var Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur sem flutti erindi undir yfirskrifstinni „að sofna ánægður og hlakka til næsta dags".

 

Öllum sjálfboðaliðum deildarinnar sem og öðrum áhugasömum var boðið að koma og hlýða á erindið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Að því loknu voru fyrirspurnir og umræður.  

Þessi nýbreytni í starfi deildarinnar þótti takast vel og voru það ánægðir gestir sem fóru heim að erindi loknu og vonandi sofnuðu flestir ánægðir og hlökkuðu til næsta dags.