10. des. 2008 : Jólakortagerð 7. bekkinga

Grindavíkurdeild RKÍ hefur um árabil staðið fyrir því að krakkar í 7. bekk grunnskólans útbúi og skrifi jólakort til eldri borgara bæjarins í byrjun desember. Þetta hefur vakið mikla lukku og glatt mörg hjörtu í desember.

Eins og sjá má er góð stemning hjá 7. bekkingum í jólakortagerðinni.

5. des. 2008 : Blóðbíllinn kom til Grindavíkur

Blóðbíll Blóðbankans kom til Grindavíkur miðvikudaginn 3. des sl. Mjög góð þátttaka var í blóðgjöfina og safnaðist vel. Blóðgjöfum þökkum við kærlega örlætið og það að gefa sér tíma til að leggja þessari  söfnun lið. Með því hafið þið lagt ykkar að mörkum við að bjarga mannslífum - sannar hetjur.

5. des. 2008 : Grindavíkurdeild færir leikskólum skyndihjálpartösku

Grindavíkurdeild RKÍ gaf á dögunum leikskólum Grindavíkur, Laut og Króki, skyndihjálpatöskur til að hafa með á ferðalögum og í gönguferðum. Töskurnar er mjög vel búnar skyndihjálparbúnaði og koma að góðum notum ef minniháttar meiðsli ber að höndum. En fyrst og fremst eru töskurnar hugsaðar sem nauðsynlegur öryggisbúnaður sem vonandi þarf ekki að grípa til.

Hægt er að kaupa skyndihjálpartöskur á skrifstofu deildarinnar og kostar taskan 4900 kr.