30. des. 2009 : Áramótakveðja frá Rauða krossinum í Hveragerði

Nýtt ár er að ganga í garð. Við hjá Rauða krossinum viljum þakka öllum þeim sjálboðaliðum sem starfað hafa með okkur í Hveragerðisdeildinni á liðnum árum fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa gefið út í samfélagið til þess að gera það betra.

30. des. 2009 : Áramótakveðja frá Rauða krossinum í Hveragerði

Nýtt ár er að ganga í garð. Við hjá Rauða krossinum viljum þakka öllum þeim sjálboðaliðum sem starfað hafa með okkur í Hveragerðisdeildinni á liðnum árum fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa gefið út í samfélagið til þess að gera það betra.

22. des. 2009 : Suðurnesjadeild fær styrk frá Styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar

Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands var úthlutað 600 þúsund krónum í styrk til góðgerarmála úr styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar. Deildin var meðal tíu aðila sem fengu úthlutað samtals þremur milljónum króna. 

Í umsögn styrktarsjóðsins segir að Suðurnesjadeild Rauða krossins hafi úthlutað styrkjum til fátækra á Suðurnesjum fyrir hver jól í formi matarúttektar í verslunum þannig að fólk geti haldið jól.

22. des. 2009 : Gáfu andvirði jólagjafa

Nemendur í 4. bekk SG í Heiðarskóla gáfu Suðurnesjadeild Rauða krossins 11.500 krónur. Börnin ákváðu að í stað þess að gefa hvort öðru jólagjöf á litlu jólunum í skólanum gáfu þau andvirði gjafanna til þeirra sem minna mega sín fyrir jólin.

Karl Georg Magnússon gjaldkeri deildarinnar tók við gjöfinni.
 

21. des. 2009 : Jólagjafasöfnun

Rauði krossinn í Grindavík stóðu fyrir söfnun jólagjafa í síðustu viku í samvinnu við Grindavíkurkirkju, Kvenfélagið, Lionsklúbbinn og Landsbankann. Gjöfunum var safnað undir jólatréð í Landsbankanum og á föstudeginum lauk söfnuninni með því að gestum og gangandi var boðið upp á vöfflur og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur tóku lagið.

Hugmyndina að gjafasöfnuninni átti Kristín Arnberg og kunnum við henni kærar þakkir fyrir að koma hugmynd sinni á framfæri við okkur.

21. des. 2009 : Jólagjafasöfnun

Rauði krossinn í Grindavík stóðu fyrir söfnun jólagjafa í síðustu viku í samvinnu við Grindavíkurkirkju, Kvenfélagið, Lionsklúbbinn og Landsbankann. Gjöfunum var safnað undir jólatréð í Landsbankanum og á föstudeginum lauk söfnuninni með því að gestum og gangandi var boðið upp á vöfflur og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur tóku lagið.

Hugmyndina að gjafasöfnuninni átti Kristín Arnberg og kunnum við henni kærar þakkir fyrir að koma hugmynd sinni á framfæri við okkur.

18. des. 2009 : Íslenskuspilið

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands færði Bókasafni Grindavíkur Íslenskuspilið að gjöf. Markmið Íslenskuspilsins er að þjálfa útlendinga í málnotkun og hjálpa þeim þannig að tjá sig á íslensku sem auðveldar þeim án efa að taka þátt í íslensku samfélagi.

Íslenskuspilið er íslensk uppfinning og var unnið í

11. des. 2009 : Iðnaðarmannafélag Suðurnesja veitir styrk

Í gær veitti Iðnaðarmannafélag Suðurnesja Suðurnesjadeild Rauða krossins styrk að upphæð kr. 750.000.- til að hjálpa þeim sem minna mega sín fyrir jólin.

10. des. 2009 : Fataúthlutun

 Fataúthlutun Rauða krossins á Suðurnesjum

 

Fataúthlutun fyrir einstaklinga í Grindavík er í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins

að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.

 

Fataúthlutunin fer fram á föstudögum frá kl. 13.00-16.30

 

Nánari upplýsingar í síma 420-4700 eða 861-0211.

 

Með bestu kveðju

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands

10. des. 2009 : Tombólukrakkar

Kæru tombólukrakkar

 

Nú getið þið afhent ágóðann af tombólunni á bókasafninu.

Þar fáið þið viðurkenningarskjal, smá gjöf og tekin er af ykkur mynd til að setja á heimasíðu Grindavíkurdeildar

Rauða kossins rki.is/grindavik

 

 

Með kveðju og bestu þökkum

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands

 

4. des. 2009 : Valdaefling í verki – byggjum betra samfélag

Rauði krossinn í samstarfi við Hlutverkasetur og félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur staðið fyrir málþingum um geðverndarmálefni undir yfirskriftinni „valdefling í verki - byggjum betra samfélag“.

27. nóv. 2009 : Leikskólar í heimsókn

Það hefur verið árlegur viðburður hjá Grindavíkurdeild að fá elstu börn leikskólanna í heimsókn á haustdögum. Í ár var engin undantekning á því og skiptust heimsóknirnar niður á 3 daga. Árgangurinn á Króki er það fjölmennur að honum var skipt í 2 hópa en árgangurinn frá Laut kom allur saman.

Börnin fengu að sjá ungbarnapakkningar sem handavinnuhópurinn okkar hefur verið að keppast við að pakka og verða sendar til munaðarlausra barna í Hvíta Rússlandi nú um mánaðamótin. Einnig fengu þau stutta kennslu í skyndihjálp ... að stöðva blóðnasir og gekk það ótrúlega vel. Auðvitað var síðan horft á Hjálpfúsa, sem ötull sinnir starfi sínu hjá Rauða krossinum í þágu mannúðar, og var boðið

27. nóv. 2009 : Neyðarvarnir og liðsauki

Eins og fram kom í fréttabréfinu okkar hefur mikið átak verið í gangi í neyðarvörnum. Framhald af þeirri vinnu er meðal annars að Grindavíkurdeild sótti um styrk hjá verkefnasjóði RKÍ til kaupa á tetrastöðvum og hlaut styrk til kaupa á 3 stöðvum - bravó !.

Auknu samstarfi hefur verið komið á við Suðurnesjadeild með það fyrir augum að Grindavíkurdeild komi meira að neyðarvörnum er snúa að Keflavíkurflugvelli.
Á flugverndaræfingu í apríl sl. urðum við áþreifanlega vör við hversu vanbúin við vorum varðandi samskiptatæknibúnað og fundum vel hversu mikilvægt það er að geta verið í samskiptum við þá sem eru að sinna verkefnum á öðrum svæðum og einnig að geta fylgst með framvindu mála. Á æfingunni deildi Suðurnesjadeild upplýsingum til okkar þar sem þeir höfðu tetrastöðvar.
Þetta vakti okkur ennfremur til umhugsunar um hvernig við stæðum hér í okkar heimabæ ef/þegar slys

24. nóv. 2009 : Gleðidagar meðal nýrra verkefna deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum

Vinnu við fjárhags- og framkvæmdaáætlanir deilda Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum fyrir næsta ár er nú lokið, og áætlanirnar komnar á sjálfboðaliðavefinn á heimasíðu Rauða krossins. Fjölbreytt verkefni eru fyrirhuguð hjá deildum næsta ár, bæði gömul verkefni sem deildir hafa unnið að í fjölda ára en einnig nokkur ný verkefni, allt eftir því sem passar á hverjum stað.

Eitt þeirra verkefna sem allar deildir vinna að eru neyðarvarnir, en Rauði krossinn hefur hlutverki að gegna í almannavörnum landsins. Hlutverk deilda er meðal annars að sinna fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi. Stuðningur við deildir til að sinna neyðarvörnum, felst meðal annars í því að halda sérstök námskeið fyrir sjálfboðaliða sem sinna þessu verkefni.

23. nóv. 2009 : Uppskeruhátíð Skaftárhrepps

Klaustursdeild Rauða krossins var þátttakandi í uppskeruhátíð Skaftárhrepps sem haldin var í vetrarbyrjun. Dagskrá uppskeruhátíðarinnar var afar fjölbreytt og skemmtileg enda þátttaka íbúa mjög góð í veðurblíðunni. Víða var opið hús og farið vítt og breitt í skoðunarferðir um héraðið. Gestakór af höfuðborgarsvæðinu var mættur í sveitina og setti  svip á hátíðina. Veitningarstaðir voru að sjálfsögðu opnir og þar var lögð megináhersla á afurðir Skaftárhrepps.  

Í félagsheimilinu Kirkjuhvoli var sett upp falleg handverkssýning. Þar var einnig Klaustursdeild Rauða krossins með þjóðakynningu, sem Skaftfellingar af erlendum uppruna sáu um. Þótt þau kæmu aðeins frá tveimur löndum, Skotlandi og Póllandi, voru bornir fram ýmsir gómsætir réttir. Gestir kunnu vel að meta þessa nýbreytni, enda nutu þess margir og báru lof á.

2. nóv. 2009 : Færðu Rauða krossinum ungbarnateppi að gjöf

Konur í handavinnu aldraðra á Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri færðu nýlega Klausturdeild Rauðakrossins níu vegleg ungbarnateppi að gjöf. Rauði krossinn mun senda teppin til Hvítarússlands en Rauði kross Íslands hefur fengið beiðni þaðan um tvö þúsund og fimm hundruð ungbarnapakka sem innihalda brýnustu nauðsynjar fyrir ungabörn. Í Hvítarússlandi eru vetur harðir og mikil þörf fyrir góðan fatnað.

27. okt. 2009 : Mikil aðsókn á basar prjónahóps Árnesingadeildar

Biðröð myndaðist þegar prjónahópur Árnesingardeildar opnaði basar á Selfossi í húsnæði deildarinnar síðast liðinn laugardag. Rúmlega hálf milljón safnaðist sem rennur að hluta í Hjálparsjóð Rauða krossins. Fyrir utan hefðbundnar prjónavörur var mikið af fallegu jólaskrauti sem seldist upp ásamt rúmfötum og fötum á dúkkur.

27. okt. 2009 : Mikil aðsókn á basar prjónahóps Árnesingadeildar

Biðröð myndaðist þegar prjónahópur Árnesingardeildar opnaði basar á Selfossi í húsnæði deildarinnar síðast liðinn laugardag. Rúmlega hálf milljón safnaðist sem rennur að hluta í Hjálparsjóð Rauða krossins. Fyrir utan hefðbundnar prjónavörur var mikið af fallegu jólaskrauti sem seldist upp ásamt rúmfötum og fötum á dúkkur.

17. okt. 2009 : Rauðakrossvikan

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands kynnti sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum.

Fimmtudaginn 15. Október kom hann í heimsókn til neyðarnefndar Suðurnesjadeildar til að kynna sér neyðarvarnarskipulag deildarinnar sem meðal annars sér um að veita sálrænan stuðning við farþega í kjölfar flugatvika á Keflavíkurflugvelli. Mikið og gott samstarf er á milli Suðurnesjadeildar og Grindavíkurdeildar sem einnig hefur hlutverk í ofangreindu neyðarvarnarskipulagi sem nær til 
 

16. okt. 2009 : Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti sjálfboðaliða Rauða krossins

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson kynntist starfsemi Rauða krossins út frá ýmsum hliðum í dag.

16. okt. 2009 : Forseti Íslands kynnir sér neyðarviðbrögð Rauða krossins

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðrar Rauða krossinn með því að kynna sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum. 

15. okt. 2009 : Kynningarvika Rauða kross Íslands

Nú stendur yfir Rauða krossvikan dagana 12. -17. október. Deildir um land allt eru með metnaðarfullar kynningardagskrár sem nær hámarki á laugardaginn. Grindavíkurdeild Rauða krossinns safnaði saman nemendum úr grunnskólanum í morgun út á skólalóð þar sem myndaður var kross og hópurinn myndaður af þaki skólans. Nemendur mættu flestir í rauðu búningum þar sem liðsbúningar enskra félagsliða voru áberandi.

Á morgun, föstudag, frá kl. 16-18, kynnir Grindavíkurdeild Rauða krossins neyðarvarnir og starf deildarinnar í verslunarmiðstöðinni. Heitt kaffi verður á könnunni og Friðarliljur syngja fyrir gesti.

Markmið með Rauðakrossvikunni er að safna sérstökum

29. sep. 2009 : Svæðisfundi deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum lokið

Svæðisfundur Rauðakross deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn síðasta laugardag. Fundurinn hófst með námskeiðinu „að starfa í deild“, undir handleiðslu Ómars H. Kristmundssonar, fyrrverandi formanns Rauða kross Íslands. Námskeiðið var vel heppnað, hnitmiðað og skýrt og voru þátttakendur afar ánægðir með það.

Svæðisfundurinn var síðan með hefðbundnu sniði. Formaður svæðisráðs, Árni Þorgilsson, flutti skýrslu síðasta árs og skýrði þau verkefni sem unnið var að, en síðan var horft til næsta starfsárs og þeirra verkefna sem rúmast munu innan fjárhags- og framkvæmdaáætlunar.

Meðal nýjunga á svæðisvísu er fræðsluverkefni sem unnið er með föngum á Litla Hrauni. Verkefnið, sem hófst í byrjun sumars, er í umsjá Hveragerðisdeildar sem sér meðal annars um að útvega sjálfboðaliða til þátttöku. Verkefnið fór vel af stað og er mikill áhugi á að efla það, bæði meðal fanga og starfsfólks á Litla Hrauni og einnig Rauðakross deildanna.

10. sep. 2009 : Hælisleitendur í heimsókn

Hafnarfjarðardeild RKÍ stóð fyrir skoðunarferð fyrir hælisleitendur sem dvalið hafa í Reykjanesbæ þann 30. Ágúst sl.. Farið var um Reykjanesið og í Blá Lónið, þaðan komið til Grindavíkur þar sem boðið var upp á súpu hjá Grindavíkurdeild RKÍ í hádeginu og Salfisksetrið bauð upp á fría skoðunarferð um safnið. Gestirnir voru virkilega ánægðir með móttökurnar hér og héldu sælir og ánægðir áfram för sinni.

10. sep. 2009 : Blóðbíllinn í ágúst

Blóðbíll Blóðbankans kom til Grindavíkur miðvikudaginn 26. ágúst sl. Ágæt þátttaka var í blóðgjöfina og safnaðist vel. Okkur langar að biðja þá sem fá send sms eða tölvupóst um komu blóðbílsins að láta skilaboðin ganga áfram og að minna hvort annað á að fara og gefa blóð daginn sem bíllinn kemur.

Blóðgjöfum þökkum við kærlega blóðgjöfina og það að gefa sér tíma til að leggja þessari  söfnun lið. Með því hafið þið lagt ykkar að mörkum við að bjarga mannslífum - sannar hetjur.
 

30. júl. 2009 : Kjarnakona Hveragerðis 2008

Eyrún Sigurðardóttir, formaður Hveragerðisdeildar Rauða kross Íslands, var valin „kjarnakona árið 2008“ af Kvenfélagi Hveragerðis. Af því tilefni afhenti Alma Dagmar Jónsdóttir formaður kvenfélagsins henni glerlistaverk eftir Svanborgu Egilsdóttur ljósmóður og glerlistakonu.

Eyrún er lærður sjúkraliði og jógakennari. Öll störf hennar hjá Rauða kross deildinni eru ólaunuð sjálfboðastörf. Félagar í deildinni í Hveragerði eru nú yfir eitt hundrað og hefur starfsemi deildarinnar aldrei verið öflugri.
 

30. júl. 2009 : Kjarnakona Hveragerðis 2008

Eyrún Sigurðardóttir, formaður Hveragerðisdeildar Rauða kross Íslands, var valin „kjarnakona árið 2008“ af Kvenfélagi Hveragerðis. Af því tilefni afhenti Alma Dagmar Jónsdóttir formaður kvenfélagsins henni glerlistaverk eftir Svanborgu Egilsdóttur ljósmóður og glerlistakonu.

Eyrún er lærður sjúkraliði og jógakennari. Öll störf hennar hjá Rauða kross deildinni eru ólaunuð sjálfboðastörf. Félagar í deildinni í Hveragerði eru nú yfir eitt hundrað og hefur starfsemi deildarinnar aldrei verið öflugri.
 

20. júl. 2009 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita farþegum sálrænan stuðning

Útkall barst frá Neyðarlínunni klukkan 14:22 í dag vegna nauðlendingar Boing 763 farþegaþotu frá flugfélaginu United Airlines sem var á leið frá Ameríku til Evrópu.

Reykur hafði komið upp í stjórnklefa flugvélarinnar og óskað var eftir sjálfboðaliðum Rauða krossins til að taka á móti farþegunum 190 þegar þeir komu frá borði í Keflavík og veita þeim sálrænan stuðning. Fjórir sjálfboðaliðar úr neyðarteymi Suðurnesjadeildar eru nú í Leifsstöð.
 
Viðbragðsteymi og neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis komu saman í húsnæði Reykjavíkurdeildar og biðu átekta en voru afboðaðir klukkustund síðar.

2. júl. 2009 : Sjálfboðaliðar óskast

 Sjálfboðaliðar óskast

 
Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að vinna að ýmsum verkefnum í haust.
Leggjumst á eitt um að hafa sem flesta sjálfboðaliða tiltæka í okkar bæjarfélagi. Upplýsingar og skráning á netfang [email protected] eða í síma 823-1922 (Ágústa), 861-0211 (Rósa), 663-7617 (Valdís), 659-7595 (Laufey) 864-1332 (Inga) og 895-5560 (Björk) 
Skorum á alla sem vettlingi geta valdið að gefa kost á sér í verkefni við hæfi.
Stjórn Grindavíkurdeildar RKÍ

16. jún. 2009 : Tombólusöfnun

Þessar vösku stúlkur söfnuðu vænni upphæð fyrir Rauða krossinn með því að halda tomólu. Það er alltaf gleðilegt þegar unga kynslóðin leggur góðu málefni lið og hér í Grindavík er ekki óalgeng sjón að krakkarnir séu að safna fyrir góðum málefnum fyrir utan Nettó. Margir haf lagt Rauða krossinum lið með þessum hætti og von er á myndum frá fyrrverandi formanni sem teknar hafa verið á rafræna myndavél og þá getum við birt þær hér á heimasíðunni.

Tombólubörn á Íslandi leggja sitt af mörkum við hjálparstarf með því að gefa Rauða krossinum það fé sem safnast

12. jún. 2009 : Starfið á árinu 2008

7. jún. 2009 : Hveragerðisdeild heimsækir Grindavíkurdeildina

Sjálfboðaliðar Hveragerðisdeildar Rauða krossins í heimsóknavinarverkefnum og verkefnum „Föt sem framlag“ ásamt Eyrúnu formanni og Drífu starfsmanni deildarinnar heimsóttu Grindavíkurdeildina á dögunum.

5. jún. 2009 : Rauði krossinn veitir flugfarþegum áfallahjálp

Tveir sjálfboðaliðar úr neyðarnefnd Suðurnesjadeildar Rauða krossins tóku í nótt á móti farþegum flugvélar Icelandair eftir að bilun kom upp í vélinni í flugi á milli Parísar og Íslands um miðjan dag í gær. Vélin lenti á Gatwickflugvelli og þurftu farþegarnir 148 að bíða á vellinum eftir að vélar frá Icelandair og Iceland Express fluttu þá til Íslands, en þær lentu í Keflavík klukkan 1:45 og rúmlega 3 í nótt. Nokkrir Frakkar höfðu þó snúið heim á leið með lest.

„Flugfarþegarnir báru sig ótrúlega vel, þeir virtust hafa náð að jafna sig meðan beðið var á Gatwickflugvelli, en þar veitti áhöfn vélarinnar sálrænan stuðning á aðdáunarverðan hátt," sagði Karl Georg Magnússon formaður neyðarnefndarinnar.

Ef farþegar finna þörf fyrir aðstoð og sálrænan stuðning geta þeir haft samband við Hjálparsímann 1717 sem er opinn allan sólarhringinn.

29. maí 2009 : Hlustum á börnin – átaksvika Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Hlutleysi – Skilningur – Trúnaður - Nafnleysi

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 31. maí til 6. júní undir yfirskriftinni Hlustum á börnin. Með átaksvikunni vill Hjálparsíminn 1717 minna fólk á að vera vakandi yfir líðan barna á erfiðum tímum og einnig upplýsa börn og unglinga um að þau geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í 1717.

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að þunglyndi, sinnuleysi og kvíði foreldra færist yfir á börn þeirra. Við þær aðstæður eru foreldrar í minna mæli í stakk búin til þess að veita börnum sínum öryggi, hlýju og athygli. Börn elska foreldra sína og þurfa að fá staðfestingu á að þeir hafi tíma fyrir þau og hlusti á þau. Það sem börn þrá framar öllu er samvera við sína nánustu.

29. maí 2009 : Kópavogsdeild í heimsókn

Fimmtudaginn 28. maí sl. kom um 30 kvenna hópur frá Kópavogsdeild í heimsókn til Grindavíkurdeildar. Um var að ræða sjálfboðaliða sem starfa sem heimsóknarvinir og/eða eru í sauma- og prjónahóp. Friðarliljurnar tóku á móti gestunum auk stjórnarkvenna. Friðarliljurnar tóku nokkur lög við góðan róm gestanna. Boðið var upp á súpu og kaffi á eftir, starfsemi deildarinnar var skoðuð sem og verk saumahópsins okkar. Gestirnir sögðu frá ýmsu skemmtilegu sem þær eru að vinna að m.a. reynslu þeirra af heimsóknar

28. maí 2009 : Hveragerðisdeild í heimsókn

Sjálfboðaliðar Hveragerðisdeildar RKí, í heimsóknavinarverkefnum og verkefnum „Föt sem framlag“ ásamt Eyrúnu formanni og Drífu starfsmanni deildarinnar, komu í heimsókn til Grindavíkurdeildar 27. maí sl.. Byrjað var á því að koma við í Saltfisksetrinu og síðan gengið í blíðunni yfir í Blómakot og heilsað upp á fyrrverandi formann Grindavíkurdeildar, hana Guggu. Gestirnir voru sammála um að þarna væri ein krúttlegasta blómabúð sem þau hefðu komið í. Eftir innlit hjá Guggu var gengið yfir í húsnæði Grindavíkurdeildar og þar beið kaffi og kræsingar. Glatt var á hjalla og mikið skrafað - Birna Zophaníasar las upp dæmisögu með boðskap umburðarlyndis og viðurkynningu á margbreytileika einstaklingsins sem átti sannarlega vel við og er í anda þess starfs sem unnið er af þeim sem þarna voru saman komnir.
Auðvitað voru gestirnir síðan kvaddir með söng og var vel tekið undir. Gestirnir voru yfir sig hrifnir af

20. maí 2009 : Birna okkar hlýtur viðurkenningu

Birna Zophaníasdóttir hlaut viðurkenningu á störfum sínum fyrir Rauða krossinn á aðalfundi RKÍ á Vík þann 16. maí sl.
Birna starfaði sem svæðisfulltrúi Suðurnesja hjá RKÍ á árunum 1998-2000 og kom m.a verkefnunum „Föt sem framlag“, heimsóknarþjónustunni og fataflokkuninni á  laggirnar á Suðurnesjum. Birna hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá Grindavíkurdeild síðan árið 2003 og haldið utan um handavinnuhópinn og heimsóknarþjónustuna af mikilli röggsemd. Birna átti einnig frumkvæðið að koma Sönghópnum Friðarliljunum á fót sem frá því í des 2003 hefur sungið á Dvalarheimilum á Suðurnesjum og fleiri stöðum. Friðarliljurnar hafa algjörlega slegið í gegn og anna vart eftirspurn.
Við hjá Grindavíkurdeild óskum Birnu innilega til hamingju og erum afskaplega ánægð og sammála um að viðurkenningin sé sannarlega verðskulduð.
 

19. maí 2009 : Pakkað af kappi fyrir Gambíu

Handavinnuhópur Grindavíkurdeildar hefur að undanförnu verið að pakka í ungbarnapakka sem senda á til Gambíu. Pökkunum er síðan dreift til nýbakaðra mæðra þegar þeir koma til Gambíu. Pakkarnir innihalda einn umganga af klæðnaði, bleyjur, hettuhandklæði, teppi fyrir ungabörnin og teppi fyrir móður.
Mikið kapp var lagt í að ná að pakka sem flestum pökkum og fara um 100 pakkar frá Grindavíkurdeild sem er mjög vel af sér vikið. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá unnu konurnar af miklu kappi og skipulagið eins og hjá vel smurðu færibandi.
 

7. maí 2009 : "Klár í kreppu" í boði Grindavíkurbæjar

Grindavíkurbær bauð 10. bekkjum grunnskólans upp á námskeið fjármála- og neytendafræðslu þann 7. maí sl.

Námskeiðið ”Klár í Kreppu” þróaðist í samstarfi með Hinu Húsinu og neytendasamtökunum og er ætlað ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Námskeið þessi hafa verið útfærð á ýmsum stöðum á landinu og aðsókn farið fram úr öllum vonum. 
Námsefnið sem notað er heitir Fjárinn og er sérstaklega sniðið að ungu fólki og þeim áherslum sem að þeim lúta í fjármála- og neytendafræðslu. Fjárinn er gefið út á USB lykli sem inniheldur forrit til að halda utan um fjármálin, fjármálahandbók út í lífið og neytendafræðslu. Einnig eru reiknivélar s.s.

7. maí 2009 : Flugverndaræfing á Keflavíkurflugvelli 18. apríl 2009

Laugardaginn 18. apríl var haldin flugverndaræfing á Keflavíkurflugvelli. 18 sjálfboðaliðar frá Suðurnesja- og Grindavíkurdeild voru kallaðir til starfa á flugvellinum en auk þess störfuðu fulltrúar landsskrifstofu í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Þá var Hjálparsíminn 1717 einnig virkjaður. Líkt var eftir sprengjuhótun um borð í flugvél sem lauk síðan með slysi eftir lendingu.

Fjöldahjálparstjórar Grindavíkur- og Suðurnesjadeildar hafa á síðustu mánuðum fengið ýmsa fræðslu og þjálfun vegna þeirra verkefna sem bíða þegar bregðast þarf við neyðarástandi. Meðal þeirrar fræðslu sem þeir hafa fengið eru fjöldahjálparstjóranámskeið, námskeið í sálrænum stuðningi, fræðsla í notkun á Tetra talstöðvum og fræðsla um bráðaflokkun og áverkamat. Þá hafa deildirnar farið ítarlega yfir verkþátt Rauða krossins í flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar og heimsótt þau starfssvæði sem þeim er ætlað að starfa á. Hjálparsíminn hefur sömuleiðis fengið fjölbreytta fræðslu um hlutverk sitt í almannavarnakerfinu ásamt skrifborðsæfingu. Það var því vel þjálfaður hópur sem mætti til æfingarinnar.

 

4. maí 2009 : Flugverndaræfing á Keflavíkurflugvelli

Laugardaginn 18. apríl var haldin flugverndaræfing á Keflavíkurflugvelli. 18 sjálfboðaliðar frá Suðurnesja- og Grindavíkurdeild voru kallaðir til starfa á flugvellinum en auk þess störfuðu fulltrúar landsskrifstofu í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Þá var Hjálparsíminn 1717 einnig virkjaður. Líkt var eftir sprengjuhótun um borð í flugvél sem lauk síðan með slysi eftir lendingu.

Fjöldahjálparstjórar Grindavíkur- og Suðurnesjadeildar hafa á síðustu mánuðum fengið ýmsa fræðslu og þjálfun vegna þeirra verkefna sem bíða þegar bregðast þarf við neyðarástandi. Meðal þeirrar fræðslu sem þeir hafa fengið eru fjöldahjálparstjóranámskeið, námskeið í sálrænum stuðningi, fræðsla í notkun á Tetra talstöðvum og fræðsla um bráðaflokkun og áverkamat. Þá hafa deildirnar farið ítarlega yfir verkþátt Rauða krossins í flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar og heimsótt þau starfssvæði sem þeim er ætlað að starfa á. Hjálparsíminn hefur sömuleiðis fengið fjölbreytta fræðslu um hlutverk sitt í almannavarnakerfinu ásamt skrifborðsæfingu. Það var því vel þjálfaður hópur sem mætti til æfingarinnar.

30. apr. 2009 : Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurlands læra um Rauða krossinn

Árnesingadeild Rauða krossins var með námskeið á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum Sjá 172. Námskeiðið sóttu fimm nemendur og kennarinn var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.

30. apr. 2009 : Námskeiðin Börn og umhverfi eru að hefjast

Námskeiðin Börn og umhverfi verða í boði hjá flestum deildum Rauða krossins að þessu sinni eins og mörg undanfarin ár. Námskeiðin eru fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Námskeiðin eru 16 kennslustundir og í lokin fá þátttakendur litla skyndihjálpartösku að gjöf og viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttöku.

Hjá Grindavíkurdeild stendur nú yfir kennsla. Að þessu sinni eru eingöngu stúlkur sem sækja námskeiðið, 14 talsins og leiðbeinendur eru þær Laufey Birgisdóttir og Guðfinna Bogadóttir. Þær eru sérlega ánægðar með hópinn og segja virkilega gaman að sjá og finna hve áhugasamar og fróðleiksfúsar stelpurnar eru – ákveðnar í því að standa sig vel í því ábyrgðarstarfi sem væntanlega býður þeirra í sumar.

30. apr. 2009 : Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurlands læra um Rauða krossinn

Árnesingadeild Rauða krossins var með námskeið á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum Sjá 172. Námskeiðið sóttu fimm nemendur og kennarinn var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.

29. apr. 2009 : Börn og umhverfi

Námskeiðið „Börn og umhverfi“ stendur nú yfir hjá Grindavíkurdeild RKÍ. Námskeiðið er fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Námskeiðið er fjögur kvöld, þrír tímar í senn, alls 12 tímar og í lokin fá þátttakendur litla skyndihjálpartösku að gjöf og viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttöku.

Það er engin vafi á því að þessi námskeið geta gert gæfumuninn varðandi réttu viðbrögðin í skyndihjálp og

22. apr. 2009 : 1. bekkingar fá reiðhjólahjálma

Það hefur verið árviss viðburður hjá Grindavíkurdeild RKÍ að færa 1. bekkingum grunnskóla Grindavíkur reiðhjólahjálma að gjöf á vorin og á því var engin breyting í ár. Miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag, mættu allir 1. bekkingar í sal grunnskólans og veittu viðtöku reiðhjólahjálmum að gjöf frá deildinni. Ágústa Gísladóttir, formaður og Rósa Halldórsdóttir, starfsmaður Grindavíkurdeildar, sáu um afhendinguna og var greinilegt að þetta var velþegin gjöf. Það var líka ánægjulegt að heyra hvað börnin þekktu vel til Rauða krossins og hvað hann stendur fyrir. Trúlega á Hjálpfús og heimsókn þeirra til deildarinnar fyrir ári síðan stóran þátt í því og greinilegt að þau hafa tekið vel eftir.

Hjálmagjöfin er þáttur í forvarnarstarfi deildarinnar og stutt kynning á starfi og hugsjónum Rauða krossins þar sem hjálpsemi og varnir gegn slysum eru í fyrirrúmi.

Um leið og við hjá Grindavíkurdeild RKÍ óskum ykkur gleðilegs sumars biðjum við ykkur um að muna eftir hjálmunum þegar þið stigið á bak reiðhjólanna því þeir verja mikilvægasta líffærið okkar - heilann.

Hjólum örugg inn í sumarið !
 

21. apr. 2009 : Guðfinna Bogadóttir

Guðfinna Bogadóttir eða Gugga eins og hún er alltaf kölluð, sagði nýverið af sér formennsku stjórnar Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Gugga kom til starfa hjá Grindavíkurdeild árið 1992 sem ritari stjórnar. Á þessum tíma snérist starfið fyrst og fremst um rekstur sjúkrabifreiðarinnar og byggingu húsnæðisins sem nú hýsir sjúkrabifreiðina og starfsemi Grindavíkurdeildar RKÍ. Árið 2000 tók Gugga við formennsku deildarinnar og beitti sér fyrir að taka inn „mýkri“ verkefni í starfsemina. Hún stuðlaði að því að kennd væru námskeiðin „Börn og umhverfi“ (barnfóstrunámskeiðin) og skyndihjálparnámskeið. Deildin tók upp þá hefð að gefa 1. bekkingum reiðhjólahjálma og að bjóða elstu börnum leikskólanna í heimsókn, gefa þeim endurskinsborða og ís, horfa á stutt myndband með Hjálpfúsa og skoða sjúkrabifreiðina. Jólakortagerð 7. bekkinga og jólaglaðningur til eldri borgara í Víðihlíð er orðin hefð og heimsóknarvinaverkefnið ásamt handvinnuhópnum eru verkefni sem komust á laggirnar í tíð formennsku Guggu. Aukið samstarf hefur verið með öðrum líknarfélögum en Gugga vildi gjarnan sjá meira samstarf þarna á milli í framtíðinni. Ýmis fleiri verkefni hafa komið til eins og fatasöfnunardagur, bangsar gefnir í sjúkrabifreið og ýmis önnur verkefni sem snúa að mannleglegu hliðinni.

 

Haustið 2008 lét Gugga gamlan draum rætast og setti upp

 

21. apr. 2009 : Nýr starfsmaður Hveragerðisdeildar kom í heimsókn

Drífa Þrastardóttir, nýráðinn starfsmaður Hveragerðisdeildar, kom í heimsókn til Grindavíkurdeildar ásamt Jóhönnu svæðisfulltrúa, miðvikudaginn 25. mars s.l. Handavinnuhópurinn var þá hér að störfum og allt í fullum gangi enda er ekki kastað til hendinni þegar þær eru annars vegar. Drífa hafði mjög gaman af að sjá hvað við erum að gera hér og voru henni kynnt helstu verkefni deildarinnar. Undir lok heimsóknarinnar tóku okkar dömur fram nikkuna og gítarinn og sungu nokkur lög fyrir gestina og hlutu að launum lof og klapp. Jóhanna tjáði okkur að á leiðinni heim hefði Drífa sagt að heimsóknin til Grindavíkurdeildar stæði upp úr þeim stöðum sem þær hefðu heimsótt þennan dag – lífsgleðin og kátínan hafði haft svo smitandi áhrif.
 

21. apr. 2009 : Óvænt hjálp

Það hljóp heldur betur á snærið hjá mér, starfsmanni Grindavíkurdeildar RKÍ, á dögunum. Ég hafði rétt hafist handa við að losa fatagáminn þegar hópur leikskólabarna birtist fyrir hornið á Rauðakrosshúsinu. Þarna var kominn Stjörnuhópur frá Laut og forvitnin skein úr augum þeirra við að sjá mig bogra hálf inn í gámnum. Þegar ég útskýrði fyrir þeim að hér væri hægt að koma með fatnað og dót sem þau væru hætt að nota og það síðan gefið til fátækra barna í útlöndum stóð nú heldur betur ekki á hjálpinni. Ég mátti hafa mig alla við að rétta þeim poka sem þau báru inn í hús fyrir mig, meira segja stóru svörtu pokarnir, sem ég hafði hugsað mér að setja til hliðar svo ég gæti tekið þá því ég taldi þá of þunga, voru líka teknir því þessi börn kunna jú ýmislegt fyrir sér í samvinnu ... þau voru þá bara 3 eða jafnvel 4 með einn poka. Allt var komið inn í hús einn tveir og bang og ég þurfti bara loka og læsa gámnum .... heppin ég.

Þetta var óvænt hjálp frá dugmiklum sjálfboðaliðum sem veitt var af miklum ákafa og mikilli gleði . Sjálf hafði ég mikla ánægju af þessari stuttu samverustund og er börnunum í Stjörnuhópi innilega þakklát fyrir hjálpina.
 

14. apr. 2009 : HUX skólinn styrkir Rauða krossinn

Lista- og tungumálaskólinn HUX á Eyrarbakka er fyrir börn á aldrinum fjögurra til 12 ára.

14. apr. 2009 : HUX skólinn styrkir Rauða krossinn

Lista- og tungumálaskólinn HUX á Eyrarbakka er fyrir börn á aldrinum fjögurra til 12 ára.

25. mar. 2009 : „Síðasta umferðin" gefur til mannúðarmála

Á fundi Árnesingadeildar sem haldinn var á dögunum afhenti prjónahópur deildarinnar, sem nefnir sig Síðustu umferðina, 400.000 krónur í hjálparsjóð Rauða krossins.

25. mar. 2009 : „Síðasta umferðin" gefur til mannúðarmála

Á fundi Árnesingadeildar sem haldinn var á dögunum afhenti prjónahópur deildarinnar, sem nefnir sig Síðustu umferðina, 400.000 krónur í hjálparsjóð Rauða krossins.

18. mar. 2009 : Miðstöð fólks í atvinnuleit

Á dögunum var formlega opnuð í Hveragerði miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Miðstöðin er samstarf Hveragerðisdeildar Rauða krossins og Hveragerðisbæjar og er staðsett í húsnæði Hveragerðisdeildar að Austurmörk 7.

Við það tilefni undirrituðu forsvarsmenn Hveragerðisbæjar og Rauða krossins samkomulag um samstarf til framtíðar.

Miðstöðin verður opin á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 9-12. Markmið með miðstöðinni er að fólk sem misst hefur vinnuna haldi virkni sinni áfram og verði þar með hæfara til þátttöku í atvinnulífi þegar ný tækifæri skapast á vinnumarkaði.

18. mar. 2009 : Miðstöð fólks í atvinnuleit

Á dögunum var formlega opnuð í Hveragerði miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Miðstöðin er samstarf Hveragerðisdeildar Rauða krossins og Hveragerðisbæjar og er staðsett í húsnæði Hveragerðisdeildar að Austurmörk 7.

Við það tilefni undirrituðu forsvarsmenn Hveragerðisbæjar og Rauða krossins samkomulag um samstarf til framtíðar.

Miðstöðin verður opin á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 9-12. Markmið með miðstöðinni er að fólk sem misst hefur vinnuna haldi virkni sinni áfram og verði þar með hæfara til þátttöku í atvinnulífi þegar ný tækifæri skapast á vinnumarkaði.

13. mar. 2009 : Heimsókn í Kirkjubæjarskóla

Þann 11. febrúar, á 112 daginn, heimsótti Rauði krossinn Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri. Í skólanum eru um það bil 50 nemendur og koma þeir bæði frá þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri og sveitunum þar í kring.

Tilefni heimsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að fræða nemendur og starfsfólk skólans um Rauða kross hreyfinguna, og var flutt stutt yfirlit um starfið og áhersluverkefni félagsins innanlands. Hins vegar var tilefnið að færa nemendum skólans kveðjur og þakkir fyrir myndarlega peningagjöf að upphæð 42.520 krónur sem þeir færðu Klausturdeild Rauða krossins í upphafi ársins. Var það söluhagnaður af skólablaðinu Blængi ásamt jólasöfnun unglingadeildar, sem hefur haft það fyrir sið að gefa upphæð til ákveðins málefnis um hver jól í stað þess að hafa pakkaleik á litlu jólunum.

3. mar. 2009 : Friðarliljurnar með tónleika

Þriðjudaginn 24. mars s.l. voru Friðarliljur Rauða krossins í Grindavík með tónleika í Víðihlíð í tengslum við menningarviku bæjarins. Það má með sanni segja að sönggleðin hafi ráðið ríkjum í sal Víðihlíðar sem var þéttsetinn. Vel var tekið undir og glöggt mátti sjá að söngurinn lyftir svo sannarlega andanum.

Friðarliljurnar syngja einu sinni í mánuði í Víðhlíð, Hlévangi, Garðvangi og í Reykjaneshöll við mikla tilhlökkun og gleði. Auk þess hafa þær verið beðnar um að synja við ýmis önnur tækifæri.

Já, máttur söngsins er mikill og þessar frábæru konur eru yndislegar að gefa okkur þessar stundir, allt í sjálfboðinni vinnu.

3. mar. 2009 : Aðalfundur Grindavíkurdeildar RKÍ

Aðalfundur Grindavíkurdeildar var haldinn 24. Febrúar 2009 í húsnæði deildarinnar.

Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá s.s. skýrsla stjórnar, samþykkt reikninga deildar, kosning stjórnar og önnur mál.
Guðfinna Bogadóttir, formaður fór yfir verkefni deildarinnar árið 2008 bæði föst og ný. Ber þar helst að nefna hið frábæra framtak handavinnuhópsins okkar með verkefnið „Föt sem framlag“, heimsóknarvinaverkefnið þar sem sjálboðaliðar sinna mjög mikilvægu starfi við að rjúfa félagslega einangrun, Sönghópurinn Friðaliljurnar sem vekja gleði og hamingju í hjörtum svo margra með söng þar sem allir eru hvattir til að taka undir, kynningarverkefni deildarinnar meðal yngstu kynslóðarinnar með heimsóknarboði og endurskinsborða til elstu barna leikskólanna og gjöf á reiðhjólahjálmum til 2. bekkja Grunnskólans, styrkur til tómstundastarfs í Grunnskólanum auk

3. mar. 2009 : Námskeið í sálrænum stuðningi

Laugardaginn 28.febrúar sl. var á svæðisvísu haldið framhaldsnámskeið fyrir fjöldahjálparstjóra,  "sálrænn stuðningur" . Námskeiðið var haldið í húsnæði Suðurnesjadeildar í Reykjanesbæ og leiðbeinandi var Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur.

Þetta var mjög gott og ítarlegt námskeið sérsniðið að fjöldahjálparstjórnum en nýttist einnig stjórnarfólki og starfsfólki deilda mjög vel, því stundum er það hlutverk þeirra að sinna sálrænum stuðningi þegar á reynir. Þar var föngulegur hópur frá Grindavíkurdeild  mættur til að afla sér þekkingar eða 11 manns sem er frábær þátttaka.
 
Töluverður tími er síðan námskeið af þessu tagi hefur verið haldið hér á Suðurnesjum og því var þetta kærkomið og passaði vel inn í það átak sem nú hefur verið í gangi í uppfærslu og skipulagningu neyðarvarnaráætlunar hér í Grindavíkurdeild.

26. feb. 2009 : Grindavíkurdeild gefur skyndihjálpartösku í Þrumuna

Starfsmaður Grindavíkurdeildar heimsótti á dögunum Félagsmiðstöð Grindavíkur, Þrumuna, og færði miðstöðinni skyndihjálpartösku að gjöf til hafa til taks í húsnæðinu. Frístunda- og menningarfulltrúI Grindavíkur, Kristinn Reimarsson tók á móti töskunni og var ánægður með að fenginn.
Í þrumunni er unnið gott og mikið félagsstarf með ungum og öldnum sem fallið hefur í góðan farveg.
Í Þrumunni voru fyrir hressir eldir borgarar sem voru nýkomnir úr morgunleikfiminni og fengu sér kaffisopa í Þrumunni, spjölluð eða spiluðu billjard.
 

14. feb. 2009 : Þorir þú Á Flótta? 14.-15. feb.

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttafólks í heiminum upplifir lífið?
Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.
Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

,,Á Flótta" er hlutverkaleikur þar sem að fólk á aldrinum 13 ára og eldra gefst kostur á að upplifa hvernig það er að vera flóttamaður í sólarhring. Þátttakendur fá nýja fjölskyldu, nýtt þjóðerni, ný trúarbrögð og upplifa dæmigerðar aðstæður flóttamanns frá stríði, spillingu og hungri á meðan þeir hrekjast frá einum stað til annars í leit að öruggum stað til að hefja nýtt líf. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er. 

12. feb. 2009 : Jón Fanndal Bjarnþórsson tilnefndur skyndihjálparmaður ársins 2008

Jón Fanndal Bjarnþórsson, 33 ára pípulagningameistari, hlaut tilnefningu sem skyndihjálpamaður ársins 2008 fyrir að bjarga Gabríel 2 ára dreng sem fékk hitakrampa þann 30. desember 2008.
Grindavíkurdeild afhenti, í því tilefni og í tengslum við skyndihjálpardaginn 11.2, Jóni Fanndal viðurkenningarskjal og skyndihjálpartösku. Fjölskylda Gabríels fékk einnig skyndihjálpartösku að gjöf.

LÝSING Á ATVIKI
Gabríel var búinn að vera veikur en var á batavegi. Þegar hann var nýkominn úr baði stóð í honum vínber sem mamma hans náði að losa. Í beinu framhaldi dettur Gabríel út og fer að kippast til. Mamma Gabríels kallaði á Daníel 12 ára son sinn og biður hann að sækja hjálp. Daníel hleypur út en Jón Fanndal var þá út á bílaplani og kom hlaupandi inn. Á þessum tímapunkti var Gabríel hættur að anda og líklega nokkrar mínútur liðnar frá því hann hætti að anda, allavega var Gabríel mjög slappur. Jón byrjar strax að blása

9. feb. 2009 : Grindavíkurdeild gefur bangsa í sjúkraflutningabílinn

Grindavíkurdeild Rauða krossins afhenti á dögunum Gunnari umsjónarmanni sjúkraflutninga 30 bangsa til að hafa tiltæka í sjúkraflutningabifreiðinni. Bangsunum er ætlað það mikilvæga hlutverk að draga úr sársauka og áfalli hjá yngstu farþegunum og að vera þeim til hughreystingar.

Grindavíkurdeild hefur áður gefið bangsa í sjúkraflutningabifreiðina og segir Gunnar bangsana vekja mikla lukku og þjóni tilgangi sínum fullkomlega.
 

9. feb. 2009 : Grindavíkurdeild gefur bangsa í sjúkraflutningabílinn

Grindavíkurdeild Rauða krossins afhenti á dögunum Gunnari umsjónarmanni sjúkraflutninga 30 bangsa til að hafa tiltæka í sjúkraflutningabifreiðinni. Bangsunum er ætlað það mikilvæga hlutverk að draga úr sársauka og áfalli hjá yngstu farþegunum og að vera þeim til hughreystingar.

Grindavíkurdeild hefur áður gefið bangsa í sjúkraflutningabifreiðina og segir Gunnar bangsana vekja mikla lukku og þjóni tilgangi sínum fullkomlega.
 

5. feb. 2009 : Heimsóknavinirnir útbúa líka ungbarnaföt

Heimsóknarvinir Árnesingadeildar eru ekki einungis að heimsækja fólk. Þær taka einnig þátt í verkefninu „Föt sem framlag".,

5. feb. 2009 : Heimsóknavinirnir útbúa líka ungbarnaföt

Heimsóknarvinir Árnesingadeildar eru ekki einungis að heimsækja fólk. Þær taka einnig þátt í verkefninu „Föt sem framlag".,

4. feb. 2009 : Heimsóknavinir gefa gæðastund

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem yfirleitt heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, klukkustund í senn.

30. jan. 2009 : Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.

15. jan. 2009 : Grindavíkurdeild í kröftugu útbreiðslustarfi

Grindavíkurdeild Rauða krossins opnaði nýverið vefsíðu. Á síðunni verður hægt að fylgjast með starfi deildarinnar og kynna sér þau fjölbreyttu verkefni sem hún sinnir.

15. jan. 2009 : Frábær fyrirlestur hjá Guðjóni Bergmann.

Grindavíkurdeild RKÍ, í samstarfi við Grindavíkurkirkju,  bauð Grindvíkingum að sækja fyrirlestur með Guðjóni Bergmann laugardaginn 24. Janúar sl. Um 20 manns sóttu fyrirlesturinn og voru allir sammála um að þar hafi fengist góð verkfæri til að takast á við erfiðleika og streitu með jákvæðu hugarfari.

Guðjón lagði áherslu á að hver og einn gerði sér grein fyrir að hann gæti aðeins stjórnað sér og sínum viðbrögðum. Breytingar væru óumflýjanlegar hvort sem okkur líkaði betur eða ver en við gætum valið að bregðast við þeim með jákvæðu hugarfari og að vera sá sem finnur lausnir í stað þess að kenna öðrum um og sitja fastur í gryfju fórnarlambsins. Guðjón kom líka inn á markmiðasetningu og skipulagningu tímans og gaf okkur góð ráð og verkfæri til að vinna slíka vinnu skilvirkt.

Ýmislegt fleira var rætt og Guðjón náði hópnum vel með sér. Frábær morgunstund í notalegri umgjörð kirkjunnar og þökkum við séra Elínborgu og Birnu fyrir að taka þátt í þessu með okkur. 

 

14. jan. 2009 : Hjálpfús á leikskóla

Leikskólar Grindavík, eins og allir leikskólar í landinu, fengu á dögunum DVD disk með Rauðakrossstráknum Hjálpfúsa gefins frá Grindavíkurdeild RKÍ.

Rauði kross Íslands og Ríkissjónvarpið gerðu samning um að vinna efni upp úr fræðsluefninu „Hjálpfús heimsækir leikskólann.”  Gerðir voru 16 þættir sem sýndir hafa verið í Stundinni okkar. Þessir þættir hafa nú verið teknir saman á einn DVD disk sem Rauða krossinn hefur gefið í alla leikskóla landsins.

Með Hjálpfúsa fá börn á leikskólaaldri sína fyrstu kennslu í skyndihjálp og það eru dæmi þess að sú fræðsla hafi komið að góðum notum.
 

14. jan. 2009 : Fréttabréfið

Fyrsta fréttabréf Grindavíkurdeildar RKÍ kom út í byrjun desember sl. og var dreift í öll hús í Grindavík.

Við vonum að bæjarbúar hafi haft ánægju af lestri blaðsins og orðið fróðari um starfsemi deildarinnar. Stefnt er að því að gefa út fréttabréf einu sinni á ári þar sem greint er frá því helsta sem deildin hefur verið að gera á tímabilinu.

Við viljum þakka alveg sérstaklega þeim sem þýddu fyrir okkur, í sjálfboðavinnu, textann um opnun síðna á fimm tungumálum á heimasíðu Rauða kross Íslands en það voru þau Sylwia Ostrowska sem þýddi yfir á pólsku og Waraphorn Thatphong og Manop Saedkhong sem þýddu yfir á tælensku. Í þakklætisskyni færði deildin þeim Gullmolakassa frá Nóa Síríus.

13. jan. 2009 : Jólastund

Þann 10. desember sl. kom handavinnuhópurinn saman í síðasta sinn á árinu 2008 og áttu saman góða stund þar sem söngur og girnilegar heimatilbúnar kræsingar voru í fyrirrúmi. Eftir að skylduverkunum var lokið var sest að borðum. Litla söngdívan Mýsla hitaði upp fyrir Friðarliljurnar með söng og dansi meðan þær gæddum sér á kræsingum og súkkulaði. En hún kunni bara eitt lag svo það var ekki annað að gera en að skella sér í sönginn og hljómar jólalaganna ómuðu um allt Rauðakrosshúsið.