26. feb. 2009 : Grindavíkurdeild gefur skyndihjálpartösku í Þrumuna

Starfsmaður Grindavíkurdeildar heimsótti á dögunum Félagsmiðstöð Grindavíkur, Þrumuna, og færði miðstöðinni skyndihjálpartösku að gjöf til hafa til taks í húsnæðinu. Frístunda- og menningarfulltrúI Grindavíkur, Kristinn Reimarsson tók á móti töskunni og var ánægður með að fenginn.
Í þrumunni er unnið gott og mikið félagsstarf með ungum og öldnum sem fallið hefur í góðan farveg.
Í Þrumunni voru fyrir hressir eldir borgarar sem voru nýkomnir úr morgunleikfiminni og fengu sér kaffisopa í Þrumunni, spjölluð eða spiluðu billjard.
 

14. feb. 2009 : Þorir þú Á Flótta? 14.-15. feb.

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttafólks í heiminum upplifir lífið?
Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.
Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

,,Á Flótta" er hlutverkaleikur þar sem að fólk á aldrinum 13 ára og eldra gefst kostur á að upplifa hvernig það er að vera flóttamaður í sólarhring. Þátttakendur fá nýja fjölskyldu, nýtt þjóðerni, ný trúarbrögð og upplifa dæmigerðar aðstæður flóttamanns frá stríði, spillingu og hungri á meðan þeir hrekjast frá einum stað til annars í leit að öruggum stað til að hefja nýtt líf. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er. 

12. feb. 2009 : Jón Fanndal Bjarnþórsson tilnefndur skyndihjálparmaður ársins 2008

Jón Fanndal Bjarnþórsson, 33 ára pípulagningameistari, hlaut tilnefningu sem skyndihjálpamaður ársins 2008 fyrir að bjarga Gabríel 2 ára dreng sem fékk hitakrampa þann 30. desember 2008.
Grindavíkurdeild afhenti, í því tilefni og í tengslum við skyndihjálpardaginn 11.2, Jóni Fanndal viðurkenningarskjal og skyndihjálpartösku. Fjölskylda Gabríels fékk einnig skyndihjálpartösku að gjöf.

LÝSING Á ATVIKI
Gabríel var búinn að vera veikur en var á batavegi. Þegar hann var nýkominn úr baði stóð í honum vínber sem mamma hans náði að losa. Í beinu framhaldi dettur Gabríel út og fer að kippast til. Mamma Gabríels kallaði á Daníel 12 ára son sinn og biður hann að sækja hjálp. Daníel hleypur út en Jón Fanndal var þá út á bílaplani og kom hlaupandi inn. Á þessum tímapunkti var Gabríel hættur að anda og líklega nokkrar mínútur liðnar frá því hann hætti að anda, allavega var Gabríel mjög slappur. Jón byrjar strax að blása

9. feb. 2009 : Grindavíkurdeild gefur bangsa í sjúkraflutningabílinn

Grindavíkurdeild Rauða krossins afhenti á dögunum Gunnari umsjónarmanni sjúkraflutninga 30 bangsa til að hafa tiltæka í sjúkraflutningabifreiðinni. Bangsunum er ætlað það mikilvæga hlutverk að draga úr sársauka og áfalli hjá yngstu farþegunum og að vera þeim til hughreystingar.

Grindavíkurdeild hefur áður gefið bangsa í sjúkraflutningabifreiðina og segir Gunnar bangsana vekja mikla lukku og þjóni tilgangi sínum fullkomlega.
 

9. feb. 2009 : Grindavíkurdeild gefur bangsa í sjúkraflutningabílinn

Grindavíkurdeild Rauða krossins afhenti á dögunum Gunnari umsjónarmanni sjúkraflutninga 30 bangsa til að hafa tiltæka í sjúkraflutningabifreiðinni. Bangsunum er ætlað það mikilvæga hlutverk að draga úr sársauka og áfalli hjá yngstu farþegunum og að vera þeim til hughreystingar.

Grindavíkurdeild hefur áður gefið bangsa í sjúkraflutningabifreiðina og segir Gunnar bangsana vekja mikla lukku og þjóni tilgangi sínum fullkomlega.
 

5. feb. 2009 : Heimsóknavinirnir útbúa líka ungbarnaföt

Heimsóknarvinir Árnesingadeildar eru ekki einungis að heimsækja fólk. Þær taka einnig þátt í verkefninu „Föt sem framlag".,

5. feb. 2009 : Heimsóknavinirnir útbúa líka ungbarnaföt

Heimsóknarvinir Árnesingadeildar eru ekki einungis að heimsækja fólk. Þær taka einnig þátt í verkefninu „Föt sem framlag".,

4. feb. 2009 : Heimsóknavinir gefa gæðastund

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem yfirleitt heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, klukkustund í senn.