25. mar. 2009 : „Síðasta umferðin" gefur til mannúðarmála

Á fundi Árnesingadeildar sem haldinn var á dögunum afhenti prjónahópur deildarinnar, sem nefnir sig Síðustu umferðina, 400.000 krónur í hjálparsjóð Rauða krossins.

25. mar. 2009 : „Síðasta umferðin" gefur til mannúðarmála

Á fundi Árnesingadeildar sem haldinn var á dögunum afhenti prjónahópur deildarinnar, sem nefnir sig Síðustu umferðina, 400.000 krónur í hjálparsjóð Rauða krossins.

18. mar. 2009 : Miðstöð fólks í atvinnuleit

Á dögunum var formlega opnuð í Hveragerði miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Miðstöðin er samstarf Hveragerðisdeildar Rauða krossins og Hveragerðisbæjar og er staðsett í húsnæði Hveragerðisdeildar að Austurmörk 7.

Við það tilefni undirrituðu forsvarsmenn Hveragerðisbæjar og Rauða krossins samkomulag um samstarf til framtíðar.

Miðstöðin verður opin á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 9-12. Markmið með miðstöðinni er að fólk sem misst hefur vinnuna haldi virkni sinni áfram og verði þar með hæfara til þátttöku í atvinnulífi þegar ný tækifæri skapast á vinnumarkaði.

18. mar. 2009 : Miðstöð fólks í atvinnuleit

Á dögunum var formlega opnuð í Hveragerði miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Miðstöðin er samstarf Hveragerðisdeildar Rauða krossins og Hveragerðisbæjar og er staðsett í húsnæði Hveragerðisdeildar að Austurmörk 7.

Við það tilefni undirrituðu forsvarsmenn Hveragerðisbæjar og Rauða krossins samkomulag um samstarf til framtíðar.

Miðstöðin verður opin á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 9-12. Markmið með miðstöðinni er að fólk sem misst hefur vinnuna haldi virkni sinni áfram og verði þar með hæfara til þátttöku í atvinnulífi þegar ný tækifæri skapast á vinnumarkaði.

13. mar. 2009 : Heimsókn í Kirkjubæjarskóla

Þann 11. febrúar, á 112 daginn, heimsótti Rauði krossinn Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri. Í skólanum eru um það bil 50 nemendur og koma þeir bæði frá þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri og sveitunum þar í kring.

Tilefni heimsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að fræða nemendur og starfsfólk skólans um Rauða kross hreyfinguna, og var flutt stutt yfirlit um starfið og áhersluverkefni félagsins innanlands. Hins vegar var tilefnið að færa nemendum skólans kveðjur og þakkir fyrir myndarlega peningagjöf að upphæð 42.520 krónur sem þeir færðu Klausturdeild Rauða krossins í upphafi ársins. Var það söluhagnaður af skólablaðinu Blængi ásamt jólasöfnun unglingadeildar, sem hefur haft það fyrir sið að gefa upphæð til ákveðins málefnis um hver jól í stað þess að hafa pakkaleik á litlu jólunum.

3. mar. 2009 : Friðarliljurnar með tónleika

Þriðjudaginn 24. mars s.l. voru Friðarliljur Rauða krossins í Grindavík með tónleika í Víðihlíð í tengslum við menningarviku bæjarins. Það má með sanni segja að sönggleðin hafi ráðið ríkjum í sal Víðihlíðar sem var þéttsetinn. Vel var tekið undir og glöggt mátti sjá að söngurinn lyftir svo sannarlega andanum.

Friðarliljurnar syngja einu sinni í mánuði í Víðhlíð, Hlévangi, Garðvangi og í Reykjaneshöll við mikla tilhlökkun og gleði. Auk þess hafa þær verið beðnar um að synja við ýmis önnur tækifæri.

Já, máttur söngsins er mikill og þessar frábæru konur eru yndislegar að gefa okkur þessar stundir, allt í sjálfboðinni vinnu.

3. mar. 2009 : Aðalfundur Grindavíkurdeildar RKÍ

Aðalfundur Grindavíkurdeildar var haldinn 24. Febrúar 2009 í húsnæði deildarinnar.

Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá s.s. skýrsla stjórnar, samþykkt reikninga deildar, kosning stjórnar og önnur mál.
Guðfinna Bogadóttir, formaður fór yfir verkefni deildarinnar árið 2008 bæði föst og ný. Ber þar helst að nefna hið frábæra framtak handavinnuhópsins okkar með verkefnið „Föt sem framlag“, heimsóknarvinaverkefnið þar sem sjálboðaliðar sinna mjög mikilvægu starfi við að rjúfa félagslega einangrun, Sönghópurinn Friðaliljurnar sem vekja gleði og hamingju í hjörtum svo margra með söng þar sem allir eru hvattir til að taka undir, kynningarverkefni deildarinnar meðal yngstu kynslóðarinnar með heimsóknarboði og endurskinsborða til elstu barna leikskólanna og gjöf á reiðhjólahjálmum til 2. bekkja Grunnskólans, styrkur til tómstundastarfs í Grunnskólanum auk

3. mar. 2009 : Námskeið í sálrænum stuðningi

Laugardaginn 28.febrúar sl. var á svæðisvísu haldið framhaldsnámskeið fyrir fjöldahjálparstjóra,  "sálrænn stuðningur" . Námskeiðið var haldið í húsnæði Suðurnesjadeildar í Reykjanesbæ og leiðbeinandi var Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur.

Þetta var mjög gott og ítarlegt námskeið sérsniðið að fjöldahjálparstjórnum en nýttist einnig stjórnarfólki og starfsfólki deilda mjög vel, því stundum er það hlutverk þeirra að sinna sálrænum stuðningi þegar á reynir. Þar var föngulegur hópur frá Grindavíkurdeild  mættur til að afla sér þekkingar eða 11 manns sem er frábær þátttaka.
 
Töluverður tími er síðan námskeið af þessu tagi hefur verið haldið hér á Suðurnesjum og því var þetta kærkomið og passaði vel inn í það átak sem nú hefur verið í gangi í uppfærslu og skipulagningu neyðarvarnaráætlunar hér í Grindavíkurdeild.