30. apr. 2009 : Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurlands læra um Rauða krossinn

Árnesingadeild Rauða krossins var með námskeið á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum Sjá 172. Námskeiðið sóttu fimm nemendur og kennarinn var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.

30. apr. 2009 : Námskeiðin Börn og umhverfi eru að hefjast

Námskeiðin Börn og umhverfi verða í boði hjá flestum deildum Rauða krossins að þessu sinni eins og mörg undanfarin ár. Námskeiðin eru fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Námskeiðin eru 16 kennslustundir og í lokin fá þátttakendur litla skyndihjálpartösku að gjöf og viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttöku.

Hjá Grindavíkurdeild stendur nú yfir kennsla. Að þessu sinni eru eingöngu stúlkur sem sækja námskeiðið, 14 talsins og leiðbeinendur eru þær Laufey Birgisdóttir og Guðfinna Bogadóttir. Þær eru sérlega ánægðar með hópinn og segja virkilega gaman að sjá og finna hve áhugasamar og fróðleiksfúsar stelpurnar eru – ákveðnar í því að standa sig vel í því ábyrgðarstarfi sem væntanlega býður þeirra í sumar.

30. apr. 2009 : Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurlands læra um Rauða krossinn

Árnesingadeild Rauða krossins var með námskeið á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum Sjá 172. Námskeiðið sóttu fimm nemendur og kennarinn var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.

29. apr. 2009 : Börn og umhverfi

Námskeiðið „Börn og umhverfi“ stendur nú yfir hjá Grindavíkurdeild RKÍ. Námskeiðið er fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Námskeiðið er fjögur kvöld, þrír tímar í senn, alls 12 tímar og í lokin fá þátttakendur litla skyndihjálpartösku að gjöf og viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttöku.

Það er engin vafi á því að þessi námskeið geta gert gæfumuninn varðandi réttu viðbrögðin í skyndihjálp og

22. apr. 2009 : 1. bekkingar fá reiðhjólahjálma

Það hefur verið árviss viðburður hjá Grindavíkurdeild RKÍ að færa 1. bekkingum grunnskóla Grindavíkur reiðhjólahjálma að gjöf á vorin og á því var engin breyting í ár. Miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag, mættu allir 1. bekkingar í sal grunnskólans og veittu viðtöku reiðhjólahjálmum að gjöf frá deildinni. Ágústa Gísladóttir, formaður og Rósa Halldórsdóttir, starfsmaður Grindavíkurdeildar, sáu um afhendinguna og var greinilegt að þetta var velþegin gjöf. Það var líka ánægjulegt að heyra hvað börnin þekktu vel til Rauða krossins og hvað hann stendur fyrir. Trúlega á Hjálpfús og heimsókn þeirra til deildarinnar fyrir ári síðan stóran þátt í því og greinilegt að þau hafa tekið vel eftir.

Hjálmagjöfin er þáttur í forvarnarstarfi deildarinnar og stutt kynning á starfi og hugsjónum Rauða krossins þar sem hjálpsemi og varnir gegn slysum eru í fyrirrúmi.

Um leið og við hjá Grindavíkurdeild RKÍ óskum ykkur gleðilegs sumars biðjum við ykkur um að muna eftir hjálmunum þegar þið stigið á bak reiðhjólanna því þeir verja mikilvægasta líffærið okkar - heilann.

Hjólum örugg inn í sumarið !
 

21. apr. 2009 : Guðfinna Bogadóttir

Guðfinna Bogadóttir eða Gugga eins og hún er alltaf kölluð, sagði nýverið af sér formennsku stjórnar Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Gugga kom til starfa hjá Grindavíkurdeild árið 1992 sem ritari stjórnar. Á þessum tíma snérist starfið fyrst og fremst um rekstur sjúkrabifreiðarinnar og byggingu húsnæðisins sem nú hýsir sjúkrabifreiðina og starfsemi Grindavíkurdeildar RKÍ. Árið 2000 tók Gugga við formennsku deildarinnar og beitti sér fyrir að taka inn „mýkri“ verkefni í starfsemina. Hún stuðlaði að því að kennd væru námskeiðin „Börn og umhverfi“ (barnfóstrunámskeiðin) og skyndihjálparnámskeið. Deildin tók upp þá hefð að gefa 1. bekkingum reiðhjólahjálma og að bjóða elstu börnum leikskólanna í heimsókn, gefa þeim endurskinsborða og ís, horfa á stutt myndband með Hjálpfúsa og skoða sjúkrabifreiðina. Jólakortagerð 7. bekkinga og jólaglaðningur til eldri borgara í Víðihlíð er orðin hefð og heimsóknarvinaverkefnið ásamt handvinnuhópnum eru verkefni sem komust á laggirnar í tíð formennsku Guggu. Aukið samstarf hefur verið með öðrum líknarfélögum en Gugga vildi gjarnan sjá meira samstarf þarna á milli í framtíðinni. Ýmis fleiri verkefni hafa komið til eins og fatasöfnunardagur, bangsar gefnir í sjúkrabifreið og ýmis önnur verkefni sem snúa að mannleglegu hliðinni.

 

Haustið 2008 lét Gugga gamlan draum rætast og setti upp

 

21. apr. 2009 : Nýr starfsmaður Hveragerðisdeildar kom í heimsókn

Drífa Þrastardóttir, nýráðinn starfsmaður Hveragerðisdeildar, kom í heimsókn til Grindavíkurdeildar ásamt Jóhönnu svæðisfulltrúa, miðvikudaginn 25. mars s.l. Handavinnuhópurinn var þá hér að störfum og allt í fullum gangi enda er ekki kastað til hendinni þegar þær eru annars vegar. Drífa hafði mjög gaman af að sjá hvað við erum að gera hér og voru henni kynnt helstu verkefni deildarinnar. Undir lok heimsóknarinnar tóku okkar dömur fram nikkuna og gítarinn og sungu nokkur lög fyrir gestina og hlutu að launum lof og klapp. Jóhanna tjáði okkur að á leiðinni heim hefði Drífa sagt að heimsóknin til Grindavíkurdeildar stæði upp úr þeim stöðum sem þær hefðu heimsótt þennan dag – lífsgleðin og kátínan hafði haft svo smitandi áhrif.
 

21. apr. 2009 : Óvænt hjálp

Það hljóp heldur betur á snærið hjá mér, starfsmanni Grindavíkurdeildar RKÍ, á dögunum. Ég hafði rétt hafist handa við að losa fatagáminn þegar hópur leikskólabarna birtist fyrir hornið á Rauðakrosshúsinu. Þarna var kominn Stjörnuhópur frá Laut og forvitnin skein úr augum þeirra við að sjá mig bogra hálf inn í gámnum. Þegar ég útskýrði fyrir þeim að hér væri hægt að koma með fatnað og dót sem þau væru hætt að nota og það síðan gefið til fátækra barna í útlöndum stóð nú heldur betur ekki á hjálpinni. Ég mátti hafa mig alla við að rétta þeim poka sem þau báru inn í hús fyrir mig, meira segja stóru svörtu pokarnir, sem ég hafði hugsað mér að setja til hliðar svo ég gæti tekið þá því ég taldi þá of þunga, voru líka teknir því þessi börn kunna jú ýmislegt fyrir sér í samvinnu ... þau voru þá bara 3 eða jafnvel 4 með einn poka. Allt var komið inn í hús einn tveir og bang og ég þurfti bara loka og læsa gámnum .... heppin ég.

Þetta var óvænt hjálp frá dugmiklum sjálfboðaliðum sem veitt var af miklum ákafa og mikilli gleði . Sjálf hafði ég mikla ánægju af þessari stuttu samverustund og er börnunum í Stjörnuhópi innilega þakklát fyrir hjálpina.
 

14. apr. 2009 : HUX skólinn styrkir Rauða krossinn

Lista- og tungumálaskólinn HUX á Eyrarbakka er fyrir börn á aldrinum fjögurra til 12 ára.

14. apr. 2009 : HUX skólinn styrkir Rauða krossinn

Lista- og tungumálaskólinn HUX á Eyrarbakka er fyrir börn á aldrinum fjögurra til 12 ára.