29. maí 2009 : Hlustum á börnin – átaksvika Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Hlutleysi – Skilningur – Trúnaður - Nafnleysi

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 31. maí til 6. júní undir yfirskriftinni Hlustum á börnin. Með átaksvikunni vill Hjálparsíminn 1717 minna fólk á að vera vakandi yfir líðan barna á erfiðum tímum og einnig upplýsa börn og unglinga um að þau geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í 1717.

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að þunglyndi, sinnuleysi og kvíði foreldra færist yfir á börn þeirra. Við þær aðstæður eru foreldrar í minna mæli í stakk búin til þess að veita börnum sínum öryggi, hlýju og athygli. Börn elska foreldra sína og þurfa að fá staðfestingu á að þeir hafi tíma fyrir þau og hlusti á þau. Það sem börn þrá framar öllu er samvera við sína nánustu.

29. maí 2009 : Kópavogsdeild í heimsókn

Fimmtudaginn 28. maí sl. kom um 30 kvenna hópur frá Kópavogsdeild í heimsókn til Grindavíkurdeildar. Um var að ræða sjálfboðaliða sem starfa sem heimsóknarvinir og/eða eru í sauma- og prjónahóp. Friðarliljurnar tóku á móti gestunum auk stjórnarkvenna. Friðarliljurnar tóku nokkur lög við góðan róm gestanna. Boðið var upp á súpu og kaffi á eftir, starfsemi deildarinnar var skoðuð sem og verk saumahópsins okkar. Gestirnir sögðu frá ýmsu skemmtilegu sem þær eru að vinna að m.a. reynslu þeirra af heimsóknar

28. maí 2009 : Hveragerðisdeild í heimsókn

Sjálfboðaliðar Hveragerðisdeildar RKí, í heimsóknavinarverkefnum og verkefnum „Föt sem framlag“ ásamt Eyrúnu formanni og Drífu starfsmanni deildarinnar, komu í heimsókn til Grindavíkurdeildar 27. maí sl.. Byrjað var á því að koma við í Saltfisksetrinu og síðan gengið í blíðunni yfir í Blómakot og heilsað upp á fyrrverandi formann Grindavíkurdeildar, hana Guggu. Gestirnir voru sammála um að þarna væri ein krúttlegasta blómabúð sem þau hefðu komið í. Eftir innlit hjá Guggu var gengið yfir í húsnæði Grindavíkurdeildar og þar beið kaffi og kræsingar. Glatt var á hjalla og mikið skrafað - Birna Zophaníasar las upp dæmisögu með boðskap umburðarlyndis og viðurkynningu á margbreytileika einstaklingsins sem átti sannarlega vel við og er í anda þess starfs sem unnið er af þeim sem þarna voru saman komnir.
Auðvitað voru gestirnir síðan kvaddir með söng og var vel tekið undir. Gestirnir voru yfir sig hrifnir af

20. maí 2009 : Birna okkar hlýtur viðurkenningu

Birna Zophaníasdóttir hlaut viðurkenningu á störfum sínum fyrir Rauða krossinn á aðalfundi RKÍ á Vík þann 16. maí sl.
Birna starfaði sem svæðisfulltrúi Suðurnesja hjá RKÍ á árunum 1998-2000 og kom m.a verkefnunum „Föt sem framlag“, heimsóknarþjónustunni og fataflokkuninni á  laggirnar á Suðurnesjum. Birna hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá Grindavíkurdeild síðan árið 2003 og haldið utan um handavinnuhópinn og heimsóknarþjónustuna af mikilli röggsemd. Birna átti einnig frumkvæðið að koma Sönghópnum Friðarliljunum á fót sem frá því í des 2003 hefur sungið á Dvalarheimilum á Suðurnesjum og fleiri stöðum. Friðarliljurnar hafa algjörlega slegið í gegn og anna vart eftirspurn.
Við hjá Grindavíkurdeild óskum Birnu innilega til hamingju og erum afskaplega ánægð og sammála um að viðurkenningin sé sannarlega verðskulduð.
 

19. maí 2009 : Pakkað af kappi fyrir Gambíu

Handavinnuhópur Grindavíkurdeildar hefur að undanförnu verið að pakka í ungbarnapakka sem senda á til Gambíu. Pökkunum er síðan dreift til nýbakaðra mæðra þegar þeir koma til Gambíu. Pakkarnir innihalda einn umganga af klæðnaði, bleyjur, hettuhandklæði, teppi fyrir ungabörnin og teppi fyrir móður.
Mikið kapp var lagt í að ná að pakka sem flestum pökkum og fara um 100 pakkar frá Grindavíkurdeild sem er mjög vel af sér vikið. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá unnu konurnar af miklu kappi og skipulagið eins og hjá vel smurðu færibandi.
 

7. maí 2009 : "Klár í kreppu" í boði Grindavíkurbæjar

Grindavíkurbær bauð 10. bekkjum grunnskólans upp á námskeið fjármála- og neytendafræðslu þann 7. maí sl.

Námskeiðið ”Klár í Kreppu” þróaðist í samstarfi með Hinu Húsinu og neytendasamtökunum og er ætlað ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Námskeið þessi hafa verið útfærð á ýmsum stöðum á landinu og aðsókn farið fram úr öllum vonum. 
Námsefnið sem notað er heitir Fjárinn og er sérstaklega sniðið að ungu fólki og þeim áherslum sem að þeim lúta í fjármála- og neytendafræðslu. Fjárinn er gefið út á USB lykli sem inniheldur forrit til að halda utan um fjármálin, fjármálahandbók út í lífið og neytendafræðslu. Einnig eru reiknivélar s.s.

7. maí 2009 : Flugverndaræfing á Keflavíkurflugvelli 18. apríl 2009

Laugardaginn 18. apríl var haldin flugverndaræfing á Keflavíkurflugvelli. 18 sjálfboðaliðar frá Suðurnesja- og Grindavíkurdeild voru kallaðir til starfa á flugvellinum en auk þess störfuðu fulltrúar landsskrifstofu í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Þá var Hjálparsíminn 1717 einnig virkjaður. Líkt var eftir sprengjuhótun um borð í flugvél sem lauk síðan með slysi eftir lendingu.

Fjöldahjálparstjórar Grindavíkur- og Suðurnesjadeildar hafa á síðustu mánuðum fengið ýmsa fræðslu og þjálfun vegna þeirra verkefna sem bíða þegar bregðast þarf við neyðarástandi. Meðal þeirrar fræðslu sem þeir hafa fengið eru fjöldahjálparstjóranámskeið, námskeið í sálrænum stuðningi, fræðsla í notkun á Tetra talstöðvum og fræðsla um bráðaflokkun og áverkamat. Þá hafa deildirnar farið ítarlega yfir verkþátt Rauða krossins í flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar og heimsótt þau starfssvæði sem þeim er ætlað að starfa á. Hjálparsíminn hefur sömuleiðis fengið fjölbreytta fræðslu um hlutverk sitt í almannavarnakerfinu ásamt skrifborðsæfingu. Það var því vel þjálfaður hópur sem mætti til æfingarinnar.

 

4. maí 2009 : Flugverndaræfing á Keflavíkurflugvelli

Laugardaginn 18. apríl var haldin flugverndaræfing á Keflavíkurflugvelli. 18 sjálfboðaliðar frá Suðurnesja- og Grindavíkurdeild voru kallaðir til starfa á flugvellinum en auk þess störfuðu fulltrúar landsskrifstofu í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Þá var Hjálparsíminn 1717 einnig virkjaður. Líkt var eftir sprengjuhótun um borð í flugvél sem lauk síðan með slysi eftir lendingu.

Fjöldahjálparstjórar Grindavíkur- og Suðurnesjadeildar hafa á síðustu mánuðum fengið ýmsa fræðslu og þjálfun vegna þeirra verkefna sem bíða þegar bregðast þarf við neyðarástandi. Meðal þeirrar fræðslu sem þeir hafa fengið eru fjöldahjálparstjóranámskeið, námskeið í sálrænum stuðningi, fræðsla í notkun á Tetra talstöðvum og fræðsla um bráðaflokkun og áverkamat. Þá hafa deildirnar farið ítarlega yfir verkþátt Rauða krossins í flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar og heimsótt þau starfssvæði sem þeim er ætlað að starfa á. Hjálparsíminn hefur sömuleiðis fengið fjölbreytta fræðslu um hlutverk sitt í almannavarnakerfinu ásamt skrifborðsæfingu. Það var því vel þjálfaður hópur sem mætti til æfingarinnar.