16. jún. 2009 : Tombólusöfnun

Þessar vösku stúlkur söfnuðu vænni upphæð fyrir Rauða krossinn með því að halda tomólu. Það er alltaf gleðilegt þegar unga kynslóðin leggur góðu málefni lið og hér í Grindavík er ekki óalgeng sjón að krakkarnir séu að safna fyrir góðum málefnum fyrir utan Nettó. Margir haf lagt Rauða krossinum lið með þessum hætti og von er á myndum frá fyrrverandi formanni sem teknar hafa verið á rafræna myndavél og þá getum við birt þær hér á heimasíðunni.

Tombólubörn á Íslandi leggja sitt af mörkum við hjálparstarf með því að gefa Rauða krossinum það fé sem safnast

12. jún. 2009 : Starfið á árinu 2008

7. jún. 2009 : Hveragerðisdeild heimsækir Grindavíkurdeildina

Sjálfboðaliðar Hveragerðisdeildar Rauða krossins í heimsóknavinarverkefnum og verkefnum „Föt sem framlag“ ásamt Eyrúnu formanni og Drífu starfsmanni deildarinnar heimsóttu Grindavíkurdeildina á dögunum.

5. jún. 2009 : Rauði krossinn veitir flugfarþegum áfallahjálp

Tveir sjálfboðaliðar úr neyðarnefnd Suðurnesjadeildar Rauða krossins tóku í nótt á móti farþegum flugvélar Icelandair eftir að bilun kom upp í vélinni í flugi á milli Parísar og Íslands um miðjan dag í gær. Vélin lenti á Gatwickflugvelli og þurftu farþegarnir 148 að bíða á vellinum eftir að vélar frá Icelandair og Iceland Express fluttu þá til Íslands, en þær lentu í Keflavík klukkan 1:45 og rúmlega 3 í nótt. Nokkrir Frakkar höfðu þó snúið heim á leið með lest.

„Flugfarþegarnir báru sig ótrúlega vel, þeir virtust hafa náð að jafna sig meðan beðið var á Gatwickflugvelli, en þar veitti áhöfn vélarinnar sálrænan stuðning á aðdáunarverðan hátt," sagði Karl Georg Magnússon formaður neyðarnefndarinnar.

Ef farþegar finna þörf fyrir aðstoð og sálrænan stuðning geta þeir haft samband við Hjálparsímann 1717 sem er opinn allan sólarhringinn.