30. júl. 2009 : Kjarnakona Hveragerðis 2008

Eyrún Sigurðardóttir, formaður Hveragerðisdeildar Rauða kross Íslands, var valin „kjarnakona árið 2008“ af Kvenfélagi Hveragerðis. Af því tilefni afhenti Alma Dagmar Jónsdóttir formaður kvenfélagsins henni glerlistaverk eftir Svanborgu Egilsdóttur ljósmóður og glerlistakonu.

Eyrún er lærður sjúkraliði og jógakennari. Öll störf hennar hjá Rauða kross deildinni eru ólaunuð sjálfboðastörf. Félagar í deildinni í Hveragerði eru nú yfir eitt hundrað og hefur starfsemi deildarinnar aldrei verið öflugri.
 

30. júl. 2009 : Kjarnakona Hveragerðis 2008

Eyrún Sigurðardóttir, formaður Hveragerðisdeildar Rauða kross Íslands, var valin „kjarnakona árið 2008“ af Kvenfélagi Hveragerðis. Af því tilefni afhenti Alma Dagmar Jónsdóttir formaður kvenfélagsins henni glerlistaverk eftir Svanborgu Egilsdóttur ljósmóður og glerlistakonu.

Eyrún er lærður sjúkraliði og jógakennari. Öll störf hennar hjá Rauða kross deildinni eru ólaunuð sjálfboðastörf. Félagar í deildinni í Hveragerði eru nú yfir eitt hundrað og hefur starfsemi deildarinnar aldrei verið öflugri.
 

20. júl. 2009 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita farþegum sálrænan stuðning

Útkall barst frá Neyðarlínunni klukkan 14:22 í dag vegna nauðlendingar Boing 763 farþegaþotu frá flugfélaginu United Airlines sem var á leið frá Ameríku til Evrópu.

Reykur hafði komið upp í stjórnklefa flugvélarinnar og óskað var eftir sjálfboðaliðum Rauða krossins til að taka á móti farþegunum 190 þegar þeir komu frá borði í Keflavík og veita þeim sálrænan stuðning. Fjórir sjálfboðaliðar úr neyðarteymi Suðurnesjadeildar eru nú í Leifsstöð.
 
Viðbragðsteymi og neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis komu saman í húsnæði Reykjavíkurdeildar og biðu átekta en voru afboðaðir klukkustund síðar.

2. júl. 2009 : Sjálfboðaliðar óskast

 Sjálfboðaliðar óskast

 
Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að vinna að ýmsum verkefnum í haust.
Leggjumst á eitt um að hafa sem flesta sjálfboðaliða tiltæka í okkar bæjarfélagi. Upplýsingar og skráning á netfang [email protected] eða í síma 823-1922 (Ágústa), 861-0211 (Rósa), 663-7617 (Valdís), 659-7595 (Laufey) 864-1332 (Inga) og 895-5560 (Björk) 
Skorum á alla sem vettlingi geta valdið að gefa kost á sér í verkefni við hæfi.
Stjórn Grindavíkurdeildar RKÍ