27. okt. 2009 : Mikil aðsókn á basar prjónahóps Árnesingadeildar

Biðröð myndaðist þegar prjónahópur Árnesingardeildar opnaði basar á Selfossi í húsnæði deildarinnar síðast liðinn laugardag. Rúmlega hálf milljón safnaðist sem rennur að hluta í Hjálparsjóð Rauða krossins. Fyrir utan hefðbundnar prjónavörur var mikið af fallegu jólaskrauti sem seldist upp ásamt rúmfötum og fötum á dúkkur.

27. okt. 2009 : Mikil aðsókn á basar prjónahóps Árnesingadeildar

Biðröð myndaðist þegar prjónahópur Árnesingardeildar opnaði basar á Selfossi í húsnæði deildarinnar síðast liðinn laugardag. Rúmlega hálf milljón safnaðist sem rennur að hluta í Hjálparsjóð Rauða krossins. Fyrir utan hefðbundnar prjónavörur var mikið af fallegu jólaskrauti sem seldist upp ásamt rúmfötum og fötum á dúkkur.

17. okt. 2009 : Rauðakrossvikan

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands kynnti sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum.

Fimmtudaginn 15. Október kom hann í heimsókn til neyðarnefndar Suðurnesjadeildar til að kynna sér neyðarvarnarskipulag deildarinnar sem meðal annars sér um að veita sálrænan stuðning við farþega í kjölfar flugatvika á Keflavíkurflugvelli. Mikið og gott samstarf er á milli Suðurnesjadeildar og Grindavíkurdeildar sem einnig hefur hlutverk í ofangreindu neyðarvarnarskipulagi sem nær til 
 

16. okt. 2009 : Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti sjálfboðaliða Rauða krossins

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson kynntist starfsemi Rauða krossins út frá ýmsum hliðum í dag.

16. okt. 2009 : Forseti Íslands kynnir sér neyðarviðbrögð Rauða krossins

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðrar Rauða krossinn með því að kynna sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum. 

15. okt. 2009 : Kynningarvika Rauða kross Íslands

Nú stendur yfir Rauða krossvikan dagana 12. -17. október. Deildir um land allt eru með metnaðarfullar kynningardagskrár sem nær hámarki á laugardaginn. Grindavíkurdeild Rauða krossinns safnaði saman nemendum úr grunnskólanum í morgun út á skólalóð þar sem myndaður var kross og hópurinn myndaður af þaki skólans. Nemendur mættu flestir í rauðu búningum þar sem liðsbúningar enskra félagsliða voru áberandi.

Á morgun, föstudag, frá kl. 16-18, kynnir Grindavíkurdeild Rauða krossins neyðarvarnir og starf deildarinnar í verslunarmiðstöðinni. Heitt kaffi verður á könnunni og Friðarliljur syngja fyrir gesti.

Markmið með Rauðakrossvikunni er að safna sérstökum