27. nóv. 2009 : Leikskólar í heimsókn

Það hefur verið árlegur viðburður hjá Grindavíkurdeild að fá elstu börn leikskólanna í heimsókn á haustdögum. Í ár var engin undantekning á því og skiptust heimsóknirnar niður á 3 daga. Árgangurinn á Króki er það fjölmennur að honum var skipt í 2 hópa en árgangurinn frá Laut kom allur saman.

Börnin fengu að sjá ungbarnapakkningar sem handavinnuhópurinn okkar hefur verið að keppast við að pakka og verða sendar til munaðarlausra barna í Hvíta Rússlandi nú um mánaðamótin. Einnig fengu þau stutta kennslu í skyndihjálp ... að stöðva blóðnasir og gekk það ótrúlega vel. Auðvitað var síðan horft á Hjálpfúsa, sem ötull sinnir starfi sínu hjá Rauða krossinum í þágu mannúðar, og var boðið

27. nóv. 2009 : Neyðarvarnir og liðsauki

Eins og fram kom í fréttabréfinu okkar hefur mikið átak verið í gangi í neyðarvörnum. Framhald af þeirri vinnu er meðal annars að Grindavíkurdeild sótti um styrk hjá verkefnasjóði RKÍ til kaupa á tetrastöðvum og hlaut styrk til kaupa á 3 stöðvum - bravó !.

Auknu samstarfi hefur verið komið á við Suðurnesjadeild með það fyrir augum að Grindavíkurdeild komi meira að neyðarvörnum er snúa að Keflavíkurflugvelli.
Á flugverndaræfingu í apríl sl. urðum við áþreifanlega vör við hversu vanbúin við vorum varðandi samskiptatæknibúnað og fundum vel hversu mikilvægt það er að geta verið í samskiptum við þá sem eru að sinna verkefnum á öðrum svæðum og einnig að geta fylgst með framvindu mála. Á æfingunni deildi Suðurnesjadeild upplýsingum til okkar þar sem þeir höfðu tetrastöðvar.
Þetta vakti okkur ennfremur til umhugsunar um hvernig við stæðum hér í okkar heimabæ ef/þegar slys

24. nóv. 2009 : Gleðidagar meðal nýrra verkefna deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum

Vinnu við fjárhags- og framkvæmdaáætlanir deilda Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum fyrir næsta ár er nú lokið, og áætlanirnar komnar á sjálfboðaliðavefinn á heimasíðu Rauða krossins. Fjölbreytt verkefni eru fyrirhuguð hjá deildum næsta ár, bæði gömul verkefni sem deildir hafa unnið að í fjölda ára en einnig nokkur ný verkefni, allt eftir því sem passar á hverjum stað.

Eitt þeirra verkefna sem allar deildir vinna að eru neyðarvarnir, en Rauði krossinn hefur hlutverki að gegna í almannavörnum landsins. Hlutverk deilda er meðal annars að sinna fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi. Stuðningur við deildir til að sinna neyðarvörnum, felst meðal annars í því að halda sérstök námskeið fyrir sjálfboðaliða sem sinna þessu verkefni.

23. nóv. 2009 : Uppskeruhátíð Skaftárhrepps

Klaustursdeild Rauða krossins var þátttakandi í uppskeruhátíð Skaftárhrepps sem haldin var í vetrarbyrjun. Dagskrá uppskeruhátíðarinnar var afar fjölbreytt og skemmtileg enda þátttaka íbúa mjög góð í veðurblíðunni. Víða var opið hús og farið vítt og breitt í skoðunarferðir um héraðið. Gestakór af höfuðborgarsvæðinu var mættur í sveitina og setti  svip á hátíðina. Veitningarstaðir voru að sjálfsögðu opnir og þar var lögð megináhersla á afurðir Skaftárhrepps.  

Í félagsheimilinu Kirkjuhvoli var sett upp falleg handverkssýning. Þar var einnig Klaustursdeild Rauða krossins með þjóðakynningu, sem Skaftfellingar af erlendum uppruna sáu um. Þótt þau kæmu aðeins frá tveimur löndum, Skotlandi og Póllandi, voru bornir fram ýmsir gómsætir réttir. Gestir kunnu vel að meta þessa nýbreytni, enda nutu þess margir og báru lof á.

2. nóv. 2009 : Færðu Rauða krossinum ungbarnateppi að gjöf

Konur í handavinnu aldraðra á Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri færðu nýlega Klausturdeild Rauðakrossins níu vegleg ungbarnateppi að gjöf. Rauði krossinn mun senda teppin til Hvítarússlands en Rauði kross Íslands hefur fengið beiðni þaðan um tvö þúsund og fimm hundruð ungbarnapakka sem innihalda brýnustu nauðsynjar fyrir ungabörn. Í Hvítarússlandi eru vetur harðir og mikil þörf fyrir góðan fatnað.