30. des. 2009 : Áramótakveðja frá Rauða krossinum í Hveragerði

Nýtt ár er að ganga í garð. Við hjá Rauða krossinum viljum þakka öllum þeim sjálboðaliðum sem starfað hafa með okkur í Hveragerðisdeildinni á liðnum árum fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa gefið út í samfélagið til þess að gera það betra.

30. des. 2009 : Áramótakveðja frá Rauða krossinum í Hveragerði

Nýtt ár er að ganga í garð. Við hjá Rauða krossinum viljum þakka öllum þeim sjálboðaliðum sem starfað hafa með okkur í Hveragerðisdeildinni á liðnum árum fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa gefið út í samfélagið til þess að gera það betra.

22. des. 2009 : Suðurnesjadeild fær styrk frá Styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar

Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands var úthlutað 600 þúsund krónum í styrk til góðgerarmála úr styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar. Deildin var meðal tíu aðila sem fengu úthlutað samtals þremur milljónum króna. 

Í umsögn styrktarsjóðsins segir að Suðurnesjadeild Rauða krossins hafi úthlutað styrkjum til fátækra á Suðurnesjum fyrir hver jól í formi matarúttektar í verslunum þannig að fólk geti haldið jól.

22. des. 2009 : Gáfu andvirði jólagjafa

Nemendur í 4. bekk SG í Heiðarskóla gáfu Suðurnesjadeild Rauða krossins 11.500 krónur. Börnin ákváðu að í stað þess að gefa hvort öðru jólagjöf á litlu jólunum í skólanum gáfu þau andvirði gjafanna til þeirra sem minna mega sín fyrir jólin.

Karl Georg Magnússon gjaldkeri deildarinnar tók við gjöfinni.
 

21. des. 2009 : Jólagjafasöfnun

Rauði krossinn í Grindavík stóðu fyrir söfnun jólagjafa í síðustu viku í samvinnu við Grindavíkurkirkju, Kvenfélagið, Lionsklúbbinn og Landsbankann. Gjöfunum var safnað undir jólatréð í Landsbankanum og á föstudeginum lauk söfnuninni með því að gestum og gangandi var boðið upp á vöfflur og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur tóku lagið.

Hugmyndina að gjafasöfnuninni átti Kristín Arnberg og kunnum við henni kærar þakkir fyrir að koma hugmynd sinni á framfæri við okkur.

21. des. 2009 : Jólagjafasöfnun

Rauði krossinn í Grindavík stóðu fyrir söfnun jólagjafa í síðustu viku í samvinnu við Grindavíkurkirkju, Kvenfélagið, Lionsklúbbinn og Landsbankann. Gjöfunum var safnað undir jólatréð í Landsbankanum og á föstudeginum lauk söfnuninni með því að gestum og gangandi var boðið upp á vöfflur og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur tóku lagið.

Hugmyndina að gjafasöfnuninni átti Kristín Arnberg og kunnum við henni kærar þakkir fyrir að koma hugmynd sinni á framfæri við okkur.

18. des. 2009 : Íslenskuspilið

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands færði Bókasafni Grindavíkur Íslenskuspilið að gjöf. Markmið Íslenskuspilsins er að þjálfa útlendinga í málnotkun og hjálpa þeim þannig að tjá sig á íslensku sem auðveldar þeim án efa að taka þátt í íslensku samfélagi.

Íslenskuspilið er íslensk uppfinning og var unnið í

11. des. 2009 : Iðnaðarmannafélag Suðurnesja veitir styrk

Í gær veitti Iðnaðarmannafélag Suðurnesja Suðurnesjadeild Rauða krossins styrk að upphæð kr. 750.000.- til að hjálpa þeim sem minna mega sín fyrir jólin.

10. des. 2009 : Fataúthlutun

 Fataúthlutun Rauða krossins á Suðurnesjum

 

Fataúthlutun fyrir einstaklinga í Grindavík er í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins

að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.

 

Fataúthlutunin fer fram á föstudögum frá kl. 13.00-16.30

 

Nánari upplýsingar í síma 420-4700 eða 861-0211.

 

Með bestu kveðju

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands

10. des. 2009 : Tombólukrakkar

Kæru tombólukrakkar

 

Nú getið þið afhent ágóðann af tombólunni á bókasafninu.

Þar fáið þið viðurkenningarskjal, smá gjöf og tekin er af ykkur mynd til að setja á heimasíðu Grindavíkurdeildar

Rauða kossins rki.is/grindavik

 

 

Með kveðju og bestu þökkum

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands

 

4. des. 2009 : Valdaefling í verki – byggjum betra samfélag

Rauði krossinn í samstarfi við Hlutverkasetur og félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur staðið fyrir málþingum um geðverndarmálefni undir yfirskriftinni „valdefling í verki - byggjum betra samfélag“.