22. jan. 2010 : Grunnnámskeið

21. jan. 2010 : Tombóla

Þessar vösku stúlkur söfnuðu vænni upphæð með tombóluhaldi og færðu Grindavíkurdeild Rauða krossins að gjöf. Þær fengu að sjálfsögðu viðurkenningarskjal og smá glaðning frá deildinni í þakklætisskyni á Bókasafni Grindavíkur en Margrét Gísladóttir, forstöðumaður safnsins og sjálfboðaliði hjá Grindavíkurdeild RKÍ hefur tekið að sér að halda utan um tombólubörnin okkar.

Grindavíkurdeild þakkar Angelu Björg, Bjarndísi Sól og Höllu Emilíu kærlega fyrir þeirra væna framlag.

 

21. jan. 2010 : Hugað að neyðarvörnum

Haldinn var fræðslufundur með neyðarvarnanefnd Rauða kross deilda í Árnessýslu, en hana skipa tveir fulltrúar frá Hveragerðisdeild og þrír fulltrúar frá Árnesingadeild. Deildirnar hófu samstarf um neyðarvarnir í kjölfar jarðskjálftanna vorið 2008, en þá reyndi mikið á sjálfboðaliða deildanna sem að þessum málaflokki vinna.

Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarnamála Rauða krossins stýrði fundi og fór til að byrja með yfir hlutverk neyðarnefnda, bæði á neyðartímum og utan þeirra. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að sjálfboðaliðar séu vel þjálfaðir til að vera öruggir í hlutverki sínu þegar til aðgerða kemur.

20. jan. 2010 : Áhugasamir sjálfboðaliðar í stjórn

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands óskar eftir áhugasömum sjálfboðaliðum til setu í stjórn deildarinnar næsta árið.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannúðarmálum og vera tilbúinn til að taka að sér einstök verkefni á vegum deildarinnar. Ekki er verra að viðkomandi hefi einhverja reynslu af stjórnarstörfum en það er þó ekki skilyrði.

Til að gera sér grein fyrir verkefnum deildarinnar er gott að skoða heimasíðu deildarinnar undir „eldri fréttir“ .  Stjórnarfundir eru haldnir einu sinni í mánuði.

Upplýsingar veita:

Ágústa Gísladóttir,     8231922

Valdís Kristinsdóttir,  6637617

Laufey Birgisdóttir,    6597595

Ingibjörg Reynisdóttir, 8641332

19. jan. 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí

Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.  Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.  

„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."

15. jan. 2010 : Rausnarleg gjöf

Grindavíkurdeild Rauða krossins fékk á dögunum endurlífgunardúkku að gjöf frá örlátum stuðningsaðila sem ekki vill láta nafns síns getið.


Mikið átak hefur átt sér stað í neyðarvörnum Grindavíkurdeildar RKÍ síðastliðið ár og þáttur í því hefur meðal annars verið að þjálfa leiðbeinendur í skyndihjálp og sálrænum stuðningi. Deildin hefur nú á sínum snærum tvo leiðbeinendur í skyndihjálp og þrjá leiðbeinendur í sálrænum stuðningi sem fyrirtæki og stofnanir geta fengið til að halda námskeið fyrir starfsfólk sitt.


Til að leiðbeinandi geti komið fræðslu sinni og kennslu sem best til skila þá skiptir máli að hafa þau tæki sem til þarf. Endurlífgunardúkka er eitt mikilvægasta tækið í skyndihjáparkennslu og var orðin veruleg þörf á að endurnýja hana hjá deildinni. Það er því óhætt að segja að hlaupið hafi á snærið hjá Grindavíkurdeild þegar henni barst þessi góða

14. jan. 2010 : Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag

Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag.  Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.

Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.

14. jan. 2010 : Níu milljónir safnast á fyrsta sólarhring vegna Haítí

Íslenska þjóðin hefur brugðist fádæma vel við söfnun Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí. Hátt í níu milljónir króna hafa safnast síðasta sólarhring í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og með beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.

Hjálpargögn eru þegar byrjuð að berast til Port-au-Prince frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Panama og eins var birgðaflugvél send frá Genf nú síðdegis með 40 tonn af lyfjum og tækjabúnaði sem duga til að veita um 10.000 manns læknisaðstoð næstu þrjá mánuði. Í gær dreifði Alþjóða Rauði krossinn lyfjum og öðrum vörum til sjúkrahúsa sem hafa getað haldið út starfsemi í höfuðborginni Port-au-Prince sem duga til að veita um 1.200 manns aðstoð.

14. jan. 2010 : Blóðgjafar í Grindavík

Blóðbankabíllinn kom í sína reglubundnu ferð til Grindavíkur í vikunni. Aukin áhersla var á að auglýsa komu bílsins en það skilaði sér ekki alveg eins og væntingar stóðu til því þátttaka var undir meðallagi eða 41 blóðgjafi. Nokkrir mættu til viðbótar en máttu ekki gefa.

Samkvæmt tölum frá 2005-2009 hafa verið á bilinu 31-63 blóðgjafar í hverri ferð til Grindavíkur eða að meðaltali 47. Við stefnum að því að vera um eða yfir því næst þegar bíllinn kemur.
Aðspurðir sögðu starfsmenn blóðbankabílsins að 60- 80 blóðgjafar væru kjörþátttaka. Þau hafa fengið rúmlega

13. jan. 2010 : Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí

Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.

9. jan. 2010 : Blóðbankabíllinn kemur

Blóðbankabíllinn verður í Grindavík

við Rauðakrosshúsið

þriðjudaginn 12.janúar kl. 10:00-17:00

Allir velkomnir  - Munum að blóðgjöf er lífgjöf

      

4. jan. 2010 : Tombólur

Hér eru nokkrar myndir af krökkum sem söfnuðu peningum fyrir Rauða krossinn með því að halda tombólur. Það er alltaf gleðilegt þegar unga kynslóðin leggur góðu málefni lið og hér í Grindavík er ekki óalgeng sjón að krakkarnir séu að safna fyrir góðum málefnum fyrir utan Nettó. Margir haf lagt Rauða krossinum lið með þessum hætti og eru meðfylgjandi myndir frá liðnum árum en því miður eru ekki nöfn með þeim öllum.

Tombólubörn á Íslandi leggja sitt af mörkum við hjálparstarf með því að gefa Rauða krossinum það fé sem safnast