19. feb. 2010 : Seldu myndir til styrktar börnum á Haítí

Börnin á leikskólanum Velli í Reykjanesbæ hafa nú bæst í hóp þeirra fjölda barna sem hafa komið börnum á Haítí til hjálpar vegna hamfaranna þar. Öll börnin, bæði lítil og smá teiknuðu myndir og seldu. Foreldrar og aðrir ættingjar keyptu síðan listaverkin og það söfnuðust 34.468 krónur.

Karl Georg Magnússon gjaldkeri Suðurnesjadeildar Rauða krossins heimsótti leikskólann í morgun og tók við styrknum af Bettý Gunnarsdóttur aðstoðarleikskólastjóra.

15. feb. 2010 : Tæmdu sparibaukana fyrir börnin á Haítí

Börnin í 4. bekk í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri ákváðu að hafa söfnunarviku og safna peningum fyrir börnin á Haítí.

Aðferðin sem þau notuðu var hverjum og einum alveg frjáls. Til að mynda tæmdu þau sparibaukana sína,  gengu með hunda fyrir fólk gegn greiðslu og söfnuðu frjálsum framlögum með því að ganga í hús.

Upphaflega var ákveðið að taka eina skólaviku í verkefnið en ákafi barnanna var svo mikill að söfnuninni lauk á einni helgi og það söfnuðust 51.505 krónur.

15. feb. 2010 : Tæmdu sparibaukana fyrir börnin á Haítí

Börnin í 4. bekk í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri ákváðu að hafa söfnunarviku og safna peningum fyrir börnin á Haítí.

Aðferðin sem þau notuðu var hverjum og einum alveg frjáls. Til að mynda tæmdu þau sparibaukana sína,  gengu með hunda fyrir fólk gegn greiðslu og söfnuðu frjálsum framlögum með því að ganga í hús.

Upphaflega var ákveðið að taka eina skólaviku í verkefnið en ákafi barnanna var svo mikill að söfnuninni lauk á einni helgi og það söfnuðust 51.505 krónur.

12. feb. 2010 : 1 1 2 dagurinn

112 dagurinn var haldinn um allt land fimmtudaginn 11. febrúar sl. eins og undanfarin ár Samstarfsaðilar um framkvæmd dagsins voru Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, Brunamálastofnun, slökkvilið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir.

Í ár var sjónum beint sérstaklega að aðkomu hins almenna borgara að vettvangi slysa, veikinda og annarra áfalla. Fyrstu viðbrögð almennings geta skipt sköpum um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun. Mikilvægt er að fólk

10. feb. 2010 : Fjölmennur aðalfundur í Vestmannaeyjum

Rauða kross deild Vestmannaeyja hélt fjölmennan aðalfund í síðustu viku. Í skýrslu formanns kom fram hve starfið elftist á liðnu ári. Áhersla var lögð á kynningar  og auglýsingar út á við. Þetta skilaði sér í miklu sjálfboðastarfi með fjölmörgum verkefnum bæði gömlum og nýjum.

Meðal þeirra verkefna sem deildin vinnur að er „föt sem framlag“ þar sem öflugur sjálfboðaliðahópur útbýr litla fatapakka fyrir ung börn á aldrinum 0-1 árs. Sjálfboðaliðar koma saman í húsnæði deildarinnar og prjóna og sauma fatnað og aðrar nauðsynjar fyrir börnin. Þessi varningur er síðan sendur til staða þar sem neyð ríkir og þörf er brýn. Í desember sl. sendi deildin 200 fatapakka ásamt öðrum varningi til Hvíta Rússlands. Nú er búið að útbúa um 120 fatapakka sem væntanlega fara til vinadeildarinnar í Gambíu.

10. feb. 2010 : Nærbuxur úr notuðum handklæðum

Hópur sjálfboðaliða Árnesingadeildar sem starfar við verkefnið Föt sem framlag hittist í húsnæði deildarinnar annan hvern miðvikudag. Þegar sjálfboðaliðarnir sem eingöngu eru konur hittust eftir jólafrí var greinilegt að þær höfðu ekki setið auðum höndum yfir hátíðarnar.

Konurnar prjóna og sauma húfur, peysur, teppi, nærföt, peysur úr allskonar notuðum bolum og einstaklega góðar nærbuxur úr notuðum handklæðum og teygjulökum. Teygjurnar eru meira að segja endurnýttar.

Í desember sendi Rauði kross Íslands tvö þúsund ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en  Árnesingadeildin gaf 325 pakka í þá sendingu.

10. feb. 2010 : Fjölmennur aðalfundur í Vestmannaeyjum

Rauða kross deild Vestmannaeyja hélt fjölmennan aðalfund í síðustu viku. Í skýrslu formanns kom fram hve starfið elftist á liðnu ári. Áhersla var lögð á kynningar  og auglýsingar út á við. Þetta skilaði sér í miklu sjálfboðastarfi með fjölmörgum verkefnum bæði gömlum og nýjum.

Meðal þeirra verkefna sem deildin vinnur að er „föt sem framlag“ þar sem öflugur sjálfboðaliðahópur útbýr litla fatapakka fyrir ung börn á aldrinum 0-1 árs. Sjálfboðaliðar koma saman í húsnæði deildarinnar og prjóna og sauma fatnað og aðrar nauðsynjar fyrir börnin. Þessi varningur er síðan sendur til staða þar sem neyð ríkir og þörf er brýn. Í desember sl. sendi deildin 200 fatapakka ásamt öðrum varningi til Hvíta Rússlands. Nú er búið að útbúa um 120 fatapakka sem væntanlega fara til vinadeildarinnar í Gambíu.

10. feb. 2010 : Nærbuxur úr notuðum handklæðum

Hópur sjálfboðaliða Árnesingadeildar sem starfar við verkefnið Föt sem framlag hittist í húsnæði deildarinnar annan hvern miðvikudag. Þegar sjálfboðaliðarnir sem eingöngu eru konur hittust eftir jólafrí var greinilegt að þær höfðu ekki setið auðum höndum yfir hátíðarnar.

Konurnar prjóna og sauma húfur, peysur, teppi, nærföt, peysur úr allskonar notuðum bolum og einstaklega góðar nærbuxur úr notuðum handklæðum og teygjulökum. Teygjurnar eru meira að segja endurnýttar.

Í desember sendi Rauði kross Íslands tvö þúsund ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en  Árnesingadeildin gaf 325 pakka í þá sendingu.

9. feb. 2010 : Íslenskuspil gefið til nýbúakennslu

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands færði Grunnskóla Grindavíkur Íslenskuspilið að gjöf til að nota við nýbúakennslu. Markmið Íslenskuspilsins er að þjálfa útlendinga í málnotkun á skemmtilegan og fróðlegan hátt og auðvelda þeim þannig að tjá sig á íslensku sem um leið auðveldar þeim að taka þátt í íslensku samfélagi.

Íslenskuspilið er íslensk uppfinning og var unnið í samvinnu við Þekkingasetur Þingeyinga af Selmu Kristjánsdóttur. Það fékk í haust viðurkenninguna "European Language Label 2009"  eða Evrópumerkið, sem er viðurkenning fyrir nýbreytni á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu.

 

4. feb. 2010 : Rausnarleg gjöf

Grindavíkurdeild Rauða krossins fékk á dögunum endurlífgunardúkku að gjöf frá örlátum stuðningsaðila sem ekki vill láta nafns síns getið.

Mikið átak hefur átt sér stað í neyðarvörnum Grindavíkurdeildar síðastliðið ár og þáttur í því hefur meðal annars verið að þjálfa leiðbeinendur í skyndihjálp og sálrænum stuðningi. Deildin hefur nú á sínum snærum tvo leiðbeinendur í skyndihjálp og þrjá leiðbeinendur í sálrænum stuðningi sem fyrirtæki og stofnanir geta fengið til að halda námskeið fyrir starfsfólk sitt.

Til að leiðbeinandi geti komið fræðslu sinni og kennslu sem best til skila þá skiptir máli að hafa þau tæki sem til þarf. Endurlífgunardúkka er eitt mikilvægasta tækið í skyndihjálparkennslu og var orðin veruleg þörf á að endurnýja hana hjá deildinni. Það er því óhætt að segja að hlaupið hafi á snærið hjá Grindavíkurdeild þegar henni barst þessi góða gjöf en fyrir átti deildin dúkkubarn svo nú má segja að skyndihjálparleiðbeinendurnir séu færir í flestan sjó.

2. feb. 2010 : Tombólubörn í Vestmannaeyjum sjá myndina Planet 51

Rauði krossinn í Vestmannaeyjum bauð öllum börnum sem hafa safnað með tombólusölu eða öðrum hætti og styrkt með því starf Rauða krossins í bíó í gær á myndina Planet 51.

Krakkarnir fengu græna miða við innkomuna í bíóið en ekki rauðan og fyrir vikið fengu þau popp og kók með miðanum og allt frítt. Krakkarnir skemmtu sér að sjálfsögðu mjög vel.

Síðustu þrjú ár hafa börn í Malaví verið styrkt með þeim peningum sem börn á Íslandi safna til styrktar Rauða krossinum. Þetta árið verða það hins vegar börnin á Haítí sem njóta stuðnings barnanna.

1. feb. 2010 : Prjónahópurinn Síðasta umferðin lætur gott af sér leiða

Hjá Árnesingadeild Rauða krossins er starfandi prjónahópurinn Síðasta umferðin. Á haustdögum var haldinn basar sem gekk mjög vel. Það sem ekki seldist af sokkum, vettlingum og húfum var gefið til Selfosskirkju sem úthlutaði þeim sem á þurftu að halda fyrir jólin.

Hluti af tekjum prjónahópsins eða 300.000 krónur var gefinn til hjálparstarfsins á Haítí.

Konurnar í Síðustu umferðinni hittust fyrst fyrir fjórum árum og voru meðlimirnir þá níu. Í dag eru þær 23 og hittast á mánudögum. Þær prjóna, hekla og sauma, helst það sem vænlegt er til sölu. Svo gaman er hjá þeim að þær hittust á milli jóla og nýárs og taka einungis tvær til þrjár vikur í frí á sumrin.

1. feb. 2010 : Prjónahópurinn Síðasta umferðin lætur gott af sér leiða

Hjá Árnesingadeild Rauða krossins er starfandi prjónahópurinn Síðasta umferðin. Á haustdögum var haldinn basar sem gekk mjög vel. Það sem ekki seldist af sokkum, vettlingum og húfum var gefið til Selfosskirkju sem úthlutaði þeim sem á þurftu að halda fyrir jólin.

Hluti af tekjum prjónahópsins eða 300.000 krónur var gefinn til hjálparstarfsins á Haítí.

Konurnar í Síðustu umferðinni hittust fyrst fyrir fjórum árum og voru meðlimirnir þá níu. Í dag eru þær 23 og hittast á mánudögum. Þær prjóna, hekla og sauma, helst það sem vænlegt er til sölu. Svo gaman er hjá þeim að þær hittust á milli jóla og nýárs og taka einungis tvær til þrjár vikur í frí á sumrin.