22. sep. 2010 : Svæðisfundur á Suðurlandi og Suðurnesjum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn um síðustu helgi. Fyrir utan venjuleg málefni svæðisfunda voru tvö meginmálefni á dagskrá fundarins. 

Annað var að ræða vinadeildasamstarfið sem er nú í endurskoðun. Vinadeildasamstarfið er við deild í Lower River í Gambíu og hefur svæðið styrkt fjölmörg verkefni þar auk þess að senda til Gambíu ungbarnapakka og annan fatnað og nytjavarning í gám.

Hitt stóra málefnið sem fyrir fundinum lá var stefna Rauða krossins til 2020. Í vetur verður unnið að endurskoðun stefnunnar og var sú vinna kynnt á fundinum. Unnið verður að endurskoðun á öllum svæðisfundum í haust. 

8. sep. 2010 : Samið um fjölsmiðju á Suðurnesjum

Stofnfundur Fjölsmiðju á Suðurnesjum var haldinn í gær í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins. Undanfarna mánuði hefur á vegum Vinnumálastofnunar, Rauða kross Íslands og sveitarfélaganna á Suðurnesjum verið unnið að undirbúningi þessa verkefnis. Nú þegar starfa fjölsmiðjur með svipuðum hætti í Kópavogi og á Akureyri.

Stjórn verður skipuð sex fulltrúum og sex varamönnum til tveggja ára í senn. Fyrsta verk stjórnar er að ráða forstöðumann og annað starfsfólk, finna húsnæði og gera rekstrar- og fjárhagsáætlun.  Ráðgert er að í upphafi verði fjórar til fimm deildir með 20-25 þátttakendum á aldrinum 16-24 ára.

3. sep. 2010 : Við eigum samleið

Þegar sumri hallar lifnar yfir öllu félagsstarfi. Þetta á einnig við um starf Rauða kross deilda sem nú eru að skipuleggja vetrarstarfið, fjölbreytt verkefni og námskeiðahald.  

3. sep. 2010 : Starfið á árinu