29. ágú. 2011 : Gleðidaganámskeið í Reykjanesbæ vel tekið

Suðurnesjadeild Rauða krossins bauð í sumar upp á námskeiðið Gleðidagar við góðar undirtektir jafnt frá börnum sem og eldri borgurum en markmiðið með námskeiðinu er að sameina eldri og yngri kynslóðir, virkja kraft beggja hópa og miðla þekkingu þeirra á milli.

Á námskeiðinu voru eldri borgarar í hlutverki leiðbeinenda og kenndu þeir börnunum m.a. að prjóna, hnútabindingar, gamla útileiki, skák, fánareglurnar og þjóðsögurnar. Farið var í vettvangsferðir og ber þar helst að nefna fjöruferð út á Garðskaga og heimsókn á Nesvelli þar sem krakkarnir sungu fyrir eldri borgara þjóðþekktar vísur og þótti takast einstaklega vel. Alls tóku 40 börn og eldri borgarar þátt á námskeiðinu og var almenn ánægja með hvernig til tókst og vonandi eru Gleðidagar komnir til að vera á Suðurnesjum.

15. ágú. 2011 : Hvernig er þín ferilskrá?

Í þjóðfélagi nútímans er oftast nær gerð krafa til einstaklinga sem sækja um vinnu að þeir sendi inn ferilskrá. Til þess að koma til móts við þá sem þurfa aðstoð við gerð ferilskrár hefur Rauði krossinn í samstarfi við Virkjun (Virkjun mannauðs á  Reykjanesi) ákveðið að bjóða upp á einstaklingsaðstoð í gerð ferilskrár í húsnæði Virkjunar. Aðstoðin er ókeypis og fer fram á miðvikudögum og fimmtudögum út ágúst frá kl. 10:00-16:00. Þú, atvinnuleitandi góður, kemur í Virkjun með helstu upplýsingar um starfsreynslu þína, menntun og þau námskeið sem þú hefur tekið. Á staðnum fer fram myndataka fyrir ferilskrána og upplýsingarnar verða settar upp á vandaðan og snyrtilegan hátt. Tilvalið er að nýta sér þessa aðstoð og í leiðinni að kynnast starfssemi Virkjunar og fá upplýsingar um þau úrræði sem Rauði krossinn á Suðurnesjum býður atvinnuleitendum í vetur.

8. ágú. 2011 : Tékkneskir ferðalangar nutu aðstoðar Rauða krossins

Víkurdeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð á laugardag þegar rúta með tékkneskum ferðamönnum lenti ofan í Blautulóni. Tékkarnir fengu þurr föt, aðhlynningu og útveguð var gisting  fyrir hópinn. Verslanir og þjónustuaðilar í Vík brugðust vel við og útveguðu allt sem til þurfti.

Sjálfboðaliðar Víkurdeildar þvoðu og þurrkuðu blaut föt þeirra sem lentu í volkinu og skiluðu til þeirra að morgni.

8. ágú. 2011 : Tékkneskir ferðalangar nutu aðstoðar Rauða krossins

Víkurdeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð á laugardag þegar rúta með tékkneskum ferðamönnum lenti ofan í Blautulóni. Tékkarnir fengu þurr föt, aðhlynningu og útveguð var gisting  fyrir hópinn. Verslanir og þjónustuaðilar í Vík brugðust vel við og útveguðu allt sem til þurfti.

Sjálfboðaliðar Víkurdeildar þvoðu og þurrkuðu blaut föt þeirra sem lentu í volkinu og skiluðu til þeirra að morgni.