Íslenskuspilið

18. des. 2009

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslans færði Bókasafni Grindavíkur Íslenskuspilið að gjöf. Markmið Íslenskuspilsins er að þjálfa útlendinga í málnotkun og hjálpa þeim þannig að tjá sig á íslensku sem auðveldar þeim án efa að taka þátt í íslensku samfélagi.

Íslenskuspilið er íslensk uppfinning og var unnið í samvinnu við Þekkingasetur Þingeyinga af Selmu Kristjánsdóttur. Það fékk í haust viðurkenninguna "European Language Label 2009"  eða Evrópumerkið, sem er viðurkenning fyrir nýbreytni á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu.

Margrét Gísladóttir forstöðumaður bókasafnsins sagði þetta kærkomna gjöf og vonast til að nýbúar nýti sér þessa bráðskemmtilegu leið til að auka færni sína í íslensku

 

.