Hveragerðisdeild aðstoðaði vegna ófærðar á Hellisheiði

10. jan. 2012

Hveragerðisdeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð í húsnæði deildarinnar um klukkan 22 í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar á Hellisheiði.

Fjöldahjálparstöðinni var lokað um miðnætti þegar búið var að leysa úr málum strandaglópa.