Áfallahjálp veitt vegna eldgossins undir Eyjafjallajökli

18. apr. 2010

Viðbragðsteymi um áföll á rýmingarsvæðinu hefur starfað frá gosbyrjun og haft samráð við samráðshóp í Samhæfingarstöð um áföll. Beiðni hefur borist um aðstoð í dag og eru tveir sérfræðingar á leiðinni á Hvolsvöll. 

Upplýsingar um sálrænan stuðning má nálgast á vef Rauða kross Íslands. Fólki er bent á að hringja í Hjálparsímann, 1717, sem einnig veitir fólki sálrænan stuðning og gegnir hlutverki upplýsingasíma fyrir almenning þegar náttúruhamfarir verða. 
 

Fjölmiðlamiðstöð er starfrækt á Hvolsvelli þar sem fjölmiðlafulltrúar Rauða kross Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar taka á móti erlendum fréttamönnum og greiða götur þeirra.