Hreinsun ösku undir Eyjafjöllum

29. apr. 2010

Níu sjálfboðaliðar Rauða krossins héldu austur til Eyjafjalla í morgun til hreinsunarstarfa á bæjunum  sem verst urðu úti í öskufallinu vegna eldgossins. Á morgun verður leikurinn endurtekinn en þá fer annar hópur sjálfboðaliða austur.

Margir hafa boðið fram aðstoð sína og eins og er er nægjanlegur fjöldi sjálfboðaliða til að manna þau störf sem sjáanleg eru framundan. 

Síðasta sunnudag var fyrst kallað eftir fólki til hreinsunarstarfa. Þá fóru á fimmta tug sjálfboðaliða Rauða krossins auk fleiri sjálfboðaliðasamtaka svo úr varð yfir 100 mann flokkur sem hreinsaði á um átta bæjum í kringum íbúðarhús eða annað sem íbúarnir óskuðu eftir. Þó árangur hafi verið mikill er óhætt að segja að það er gríðarlegt starf framundan.

Hægt er að sjá myndir frá starfinu síðasta sunnudag hér.