Sex ára börn í Vík fá reiðhjólahjálma að gjöf
Á dögunum afhenti Víkurdeild Rauða krossins börnum í elsta árgangi í Leikaskólanum Suður Vík reiðhjólahjálma. Þetta hefur verið árviss viðburður um árabil og alltaf er jafn gaman að heimsækja leikskólabörnin í þessum tilgangi.
Formaður deildarinnar, Sveinn Þorsteinsson, afhenti reiðhjólahjálmana og naut þar aðstoðar lögreglunnar, sem skýrði fyrir börnunum hve mikið öryggi felst í því að nota hjálma.
Að þessu sinni eru þrjú börn sem yfirgefa leikskólann sinn og hefja í haust nám í grunnskólanum í Vík.
- Eldra
- Nýrra