Svæðisfundur á Suðurlandi og Suðurnesjum

22. sep. 2010

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn um síðustu helgi. Fyrir utan venjuleg málefni svæðisfunda voru tvö meginmálefni á dagskrá fundarins. 

Annað var að ræða vinadeildasamstarfið sem er nú í endurskoðun. Vinadeildasamstarfið er við deild í Lower River í Gambíu og hefur svæðið styrkt fjölmörg verkefni þar auk þess að senda til Gambíu ungbarnapakka og annan fatnað og nytjavarning í gám.

Hitt stóra málefnið sem fyrir fundinum lá var stefna Rauða krossins til 2020. Í vetur verður unnið að endurskoðun stefnunnar og var sú vinna kynnt á fundinum. Unnið verður að endurskoðun á öllum svæðisfundum í haust. 

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár var samþykkt á fundinum. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri fræðslu á svæðisvísu, meðal annars er varðar neyðarvarnir.

Fundurinn var haldinn í umsjá Grindavíkurdeildar og var vel sóttur af fulltrúum deilda á svæðinu. Nýr formaður svæðisráðs fyrir næsta starfsár er Guðveig Hrólfsdóttir, formaður Klausturdeildar Rauða krossins.