Formannsskipti á aðalfundi Suðurnesjadeildar

12. mar. 2012

Á aðaldundi Suðurnesjadeildar Rauða krossins sem haldinn var þann 8. mars lét Rúnar Helgason af störfum formanns en hann hefur gegnt stöðunni síðustu 10 árin. Nýr formaður var kjörin Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir.

Jóna Fanney Holm færði Rúnari viðurkenningarskjal fyrir hönd stjórnarinnar og þakkaði honum vel unnin störf fyrir félagið.